Þjóðskrá

Þegar þú flytur til Danmerkur

Ef þú ætlar að búa í Danmörku lengur en 6 mánuði, þá þarft þú að tilkynna flutning til Danmerkur ekki seinna en 5 dögum eftir komudag til landsins.

Allir sem flytja til Danmerkur þurfa að koma í eigin persónu á bæjarskrifstofuna (Borgerservice) í því sveitarfélagi sem þeir ætla að búa í, eða koma í eigin persónu til International Citizen Service (ICS) sem er að finna í Álaborg, Árósum, Óðinsvéum og Kaupmannahöfn.

Þessar reglur gilda einnig fyrir danska ríkisborgara sem flytja tilbaka til Danmerkur. Ef þú flytur til Danmerkur með fjölskyldu þína, verða allir fjölskyldumeðlimir að koma í eigin persónu.

Hvaða gögn þú þarft að hafa meðferðis fer eftir því frá hvaða landi þú kemur.

Þú getur lesið meira um það undir Borgerservice” í því sveitarfélagi sem þú ætlar að flytja til, eða hjá International House Copenhagen - Ansøg om cpr nummer.

Þú ættir að kynna þér efnið inni á icitizen.dk. Þar er að finna tékklista en á þeim kemur meðal annars fram hvort það ICS sem staðsett er næst þér getur gefið út kennitölu fyrir hönd sveitarfélagsins sem þú ætlar að búsetja þig í og hvað þú þarft að taka með þér.


Þegar þú flytur til annars norræns lands

Ef þú flytur frá Danmörku til annars norræns lands, átt þú einnig að tilkynna flutninginn til þess danska sveitarfélags sem þú ert að flytja frá áður en þú ferð úr landi.

Kennitala

Allir sem eru skráðir í Þjóðskrá í Danmörku fá úthlutað kennitölu.

Kennitalan er samansett af tíu tölustöfum. Fyrstu sex tölurnar eru fæðingardagur viðkomandi (DDMMÁÁ) og síðustu fjórar tölurnar eru raðnúmer. Síðasta talan (eftirlitstala) sýnir kyn viðkomandi. Konur eru með jafnar tölur en karlmenn með oddatölur.

Allir sem hafa fengið danska kennitölu, halda henni lífið út og eiga að nota hana í öllum samskiptum við dönsk stjórnvöld.

Ef þú býrð ekki í Danmörku, en færð skattskyldar tekjur þaðan, verður þú að hafa fengið þér skattakennitölu áður en til útborgunar teknanna kemur. Nánari upplýsingar finnur þú undir skattkort.

Upplýsa þarf um kennitölu þegar opnaður er reikningur í dönskum peningastofnunum. Launareikningur er yfirleitt svokallað NemKonto. Þú getur lesið meira um Nemkonto