Takmörkuð skattskylda

Hvað inniber það að vera með takmarkaða skattskyldu?

Að vera með takmarkaða skattskyldu inniber að þú, sem búsettur ert í öðru landi en Íslandi, greiðir eingöngu skatt á Íslandi af þeim tekjum þú aflar eða ávinnur þér á Íslandi (vinnulaun, stjórnarlaun, styrki o.fl.) og öðrum tekjum sem eiga uppruna sinn á Íslandi eins og t.d. tekjur af fasteign sem staðsett er á Íslandi.

Hverjir bera takmarkaða skattskyldu?

Þeir sem ekki eru heimilisfastir á Íslandi, en ætla að dvelja og starfa þar tímabundið, þ.e. skemur en sex mánuði á hverju tólf mánaða tímabili, bera takmarkaða skattskyldu á Íslandi vegna þeirra tekna sem þeir afla á Íslandi.

Þeir sem hvorki eru heimilisfastir á Íslandi, dvelja þar, en hafa frá Íslandi tekjur eins og t.d. stjórnarlaun, styrki og annað álíka bera takmarkaða skattskyldu á Íslandi.

Erlendis búsettir aðilar sem eiga fasteign á Íslandi og hafa af henni tekjur, greiða skatt af þeim tekjum á Íslandi. Sama á við um þá sem hafa tekjur eins og söluhagnað, tekjur af íslenskum hlutabréfum, stofnbréfum, vaxtatekjur af bankainnistæðum, skuldabréfum, verðbréfum og öðru álíka.

Undanþegnir eru þeir sem búsettir eru erlendis en fá lífeyrir frá Íslandi. Þeir eru skattlagðir af lífeyrinum á sama hátt og þeir sem hafa ótakmarkaða skattskyldu á Íslandi með þeim hlunnindum og skyldum sem fylgja því.