Býrð þú í öðru norrænu landi en starfar fyrir einkaaðila í Danmörku?

Eftirfarandi á við þig sem ert búsettur í öðru norrænu landi og vinnur í Danmörku fyrir einkaaðila. Upplýsingarnar varða eingöngu skattlagningu launatekna þinna.

Upplýsingarnar eiga ekki við þig sem vinnur hjá opinberum aðila, vinnur sem sjómaður, vinnur um borð í flugvél, vinnur á dönsku landgrunni.

Vinnuveitandi þinn er frá Danmörku

Þú átt að greiða skatt af launatekjum þínum í Danmörku.  Ákveðnar undantekningar eru á þessari reglu, sjá hér að neðan undir fyrirsögninni „sérreglur“.

Við útreikning á dönskum skatti, sjá Dæmi um skattútreikning


Vinnuveitandi þinn er frá öðru landi en Danmörku

Þú átt að greiða skatt af launatekjunum í Danmörku ef eitt eða fleiri af eftirtöldum skilyrðum eru uppfyllt:

  • þú dvelur lengur en 183 daga í Danmörku á 12 mánaða tímabili
  • vinnuveitandi þinn er með fasta starfsstöð í Danmörku
  • ert útleigður til vinnu í Danmörku.

Þú átt að greiða skatt í heimalandinu ef engin af ofannefndum skilyrðum eru uppfyllt. Ákveðnar undantekningar eru á þessari reglu, sjá hér að neðan undir fyrirsögninni „sérreglur“.

Sérreglur

Reglur fyrir landamærabúa

Ef þú býrð í öðru norrænu landi og vinnur í Danmörku geta reglur fyrir landamærabúa átt við þig.  Ef þú uppfyllir skilyrðin getur þú fengið frádrátt t.d. vegna vaxtakostnaðar og greiðslu í lífeyrissjóð. Upplýsingar um reglur fyrir landamærabúa er að finna á skat.dk.

Samgöngur yfir Eyrarsund

Ef þú býrð í Svíþjóð og starfar við viðhald og rekstur samgangna yfir Eyrarsund greiðir þú eingöngu skatt af launatekjunum í Svíþjóð, jafnvel þó vinnan fari fram í Danmörku.

Samningur milli Danmerkur og Svíþjóðar um tiltekin skattamál

Ef þú býrð í Svíþjóð og vinnur aðallega í Danmörku þá er í gildi samningur milli Danmerkur og Svíþjóðar sem tekur á tilteknum skattamálum.

Skattlagning í Danmörku vegna vinnu sem fer fram í Svíþjóð eða einhverju öðru landi

Þú átt að greiða skatt í Danmörku af launum vegna vinnu sem fer fram í Svíþjóð eða einhverju öðru landi ef öll eftirtalin skilyrði eru uppfyllt:

  • þú vinnur minnst helming vinnutíma þíns í Danmörku á hverju þriggja mánaða tímabili fyrir danskan vinnuveitanda eða vinnuveitanda með fasta starfsstöð í Danmörku og vinna þín í Danmörku fer fram á hinni föstu starfsstöð.
  • vinnan fer fram á heimili þínu í Svíþjóð, á vinnuferðum eða í öðru tímabundnu starfi
  • Þegar þú vinnur í einhverju öðru landi verður vinnan að vera vinnuferðir eða önnur tímabundin störf

Önnur mál sem fjallað er um í samningnum eru frádrættir vegna kostaðar af ferðum yfir Eyrarsundsbrúnna og frádrættir vegna greiðslna í lífeyrissjóði.

Vinna um borð í lest sem gengur milli Danmerkur og Svíþjóðar

Ef þú býrð í Svíþjóð og vinnur um borð í lest sem aðeins gengur milli Danmerkur og Svíþjóðar átt þú að greiða skatt í Svíþjóð. Sé vinnuveitandi þinn danskur átt þú einnig að greiða skatt í Danmörku af sömu tekjum.

Þú átt alltaf að telja fram dönsku tekjurnar þínar á dönsku framtali. Ef þú greiðir skatt í báðum löndunum er það Svíþjóð sem á að taka tillit til þess skatts sem þú hefur greitt í Danmörku.

Stjórnarlaun

Þú átt að greiða skatt í Danmörku ef þú býrð í öðru norrænu landi og færð greiðslu vegna stjórnarvinnu (stjórnarlaun) í dönsku félagi. Þarna skiptir ekki máli hvar vinnan fór fram. Tekjurnar geta einnig verið skattskyldar í heimalandi þínu.

Þú átt alltaf að gefa upp erlendar tekjur á skattframtali þínu í heimalandinu. Greiðir þú skatt í báðum löndunum er það heimalandið sem á að taka tillit til þess skatts sem þú greiddir í Danmörku.

Almannatryggingar

Það eru sérstakar reglur sem segja til um hvar þú átt að vera tryggður. Þú þarft að hafa samband við tryggingastofnun í heimalandinu eða www.borger.dk til að fá nánari upplýsingar.

Veldu hitt landi hr:   Ísland | Noregur | Finnland | Svíþjóð