Býrð þú í Danmörku og starfar í öðru norrænu landi fyrir opinberan aðila?

Þessar upplýsingar eru ætlaðar þér sem býrð í Danmörku og starfar fyrir opinberan aðila í öðru norrænu landi og fjalla eingöngu um skattlagningu af launum fyrir slíkt starf.

Skilgreining á „opinber aðili"

Launagreiðandi þinn er skilgreindur sem opinber aðili ef þú ert ráðinn til starfa fyrir ríki, sysla, sveitarfélag, opinbera stofnun eða sambærilega stjórnsýslustofnun á hinum Norðurlöndunum. Ríkisreknir háskólar í öðrum löndum en Finnlandi eru skilgreindir sem opinberir aðilar. Aftur á móti eru finnsku háskólarnir skilgreindir sem einkaaðilar. Hlutafélag í eigu ríkis eða sveitarfélags er ekki skilgreint sem opinber aðili. Ríki og sveitarfélög eru heldur ekki skilgreind sem opinber aðili ef starfsemi þeirra tengist atvinnurekstri.

Ef vinnuveitandi þinn er ekki opinber aðili, verður þú skattlagður samkvæmt þeim reglum sem lýst er í „Býrð þú í Danmörku og vinnur í öðru norrænu landi fyrir einkaaðila?"

Opinber aðili í Danmörku:

Ef þú starfar í öðru norrænu landi fyrir opinberan aðila í Danmörku, skattleggjast launin eingöngu í Danmörku.

Opinber aðili heimilisfastur í öðru norrænu landi:

Ef þú starfar í öðru norrænu landi fyrir opinberan aðila sem er heimilisfastur í því landi, þá eiga launin að skattleggjast þar. Sé starfið aftur á móti innt af hendi að öllu leyti eða að hluta til í Danmörku, eru tekjur af því starfi skattlagðar þar.

Skattlagning í Danmörku

Ef þú ert heimilisfastur í Danmörku ert þú með ótakmarkaða skattskyldu í Danmörku og átt að telja fram á dönsku framtali allar tekjur þínar, bæði danskar og erlendar tekjur.

Komið er í veg fyrir tvísköttun á erlendar tekjur með því að Danmörk lækkar danska skattinn um sömu fjárhæð og nemur skatti af erlendu tekjunum.

Árlega þarft þú að gefa upp tekjur þínar og frádrætti. Stundum færð þú sjálfkrafa sent ársuppgjör og stundum þarft þú sjálfur að fylla út framtalið þitt til að fá rétt ársuppgjör.Þú getur talið fram á skat.dk/tastselv, þar sem þú getur skráð þig inn með NemID eða TastSelv kóða.

Þegar þú ert með erlendar tekjur, færð þú stærra skattframtal sem inniheldur kafla fyrir erlend málefni. Þar átt þú sjálfur að skrá inn hinar erlendu upplýsingar.

Þú verður að telja fram þær tekjur sem þú hefur fengið frá erlenda vinnuveitanda þínum og frádrátt sem tengist launatekjunum, t.d. ferðakostnað. Þetta er líka hægt að gera á skat.dk/tastselv.

Þú getur lesið meira um þetta undir kaflanum „almennar upplýsingar – skattframtalið”, eða á skat.dk – býrð þú í Danmörku en vinnur erlendis.

Veldu hitt landi hr:   Ísland | Noregur | Finnland | Svíþjóð