Býrð þú í Danmörku og starfar sem listamaður eða íþróttamaður í öðru norrænu landi?

Þessar upplýsingar eru ætlaðar þér sem býrð í Danmörku og starfar sem listamaður eða íþróttamaður í öðru norrænu landi og fjallar eingöngu um skattlagningu af launum fyrir slíkt starf.

Skattlagning í vinnulandinu:

Hin almenna regla er sú að búir þú í Danmörku en starfir sem lista- eða íþróttamaður í öðru norrænu landi, greiðir þú skatt í vinnulandinu.

Skattlagning í Danmörku:

Ef þú ert heimilisfastur í Danmörku ert þú með ótakmarkaða skattskyldu í Danmörku og átt að telja fram á dönsku framtali allar tekjur þínar, bæði danskar og erlendar tekjur.

Tekjurnar eru einnig skattskyldar í Danmörku og þú þarft alltaf að gera grein fyrir þeim í danska framtalinu. Til að koma í veg fyrir tvísköttun getur þú gert kröfu um frádráttïä frá danska skatti vegna þess skatts sem greiddur er í hinu ríkinu (kreditfrádráttur). Frádrátturinn takmarkast við þann hluta danska skattsins sem reiknast af erlendu tekjunum.

Árlega þarft þú að gefa upp tekjur þínar og frádrætti. Stundum færð þú sjálfkrafa sent ársuppgjör og stundum þarft þú sjálfur að fylla út framtalið þitt til að fá rétt ársuppgjör.Þú getur talið fram á skat.dk/tastselv, þar sem þú getur skráð þig inn með NemID eða TastSelv kóða.

Þegar þú ert með erlendar tekjur, færð þú stærra skattframtal sem inniheldur kafla fyrir erlend málefni. Þar átt þú sjálfur að skrá inn hinar erlendu upplýsingar þar sem Skattestyrelsen fær ekki tilkynningar erlendis frá.

Þú verður að telja fram þær tekjur sem þú hefur fengið frá erlenda vinnuveitanda þínum og frádrátt sem tengist launatekjunum, t.d. ferðakostnað. Þetta er líka hægt að gera á skat.dk/tastselv.

Þú getur lesið meira um þetta undir kaflanum „almennar upplýsingar – skattframtalið”, eða á „skat.dk – býrð þú í Danmörku en vinnur erlendis".

Veldu hitt landi hr:   Ísland | Noregur | Finnland | Svíþjóð