Býrð þú í öðru norrænu landi og starfar sem listamaður eða íþróttamaður í Danmörku?

Þessar upplýsingar eru ætlaðar þér sem býrð í öðru norrænu landi og starfar sem listamaður eða íþróttamaður í Danmörku og fjallar eingöngu um skattlagningu af launum fyrir slíkt starf.

Skattlagning í Danmörku:

Starfir þú sem lista- eða íþróttamaður í Danmörku er almenna reglan sú að þú greiðir skatt af þeim tekjum í Danmörku.

Þú sækir um skattkort og kennitölu hjá dönskum skattyfirvöldum og þér ber einnig að skila inn skattframtali í Danmörku.

Þú fellur ekki undir neinar sérstakar skattareglur, heldur gilda um þig sömu reglur og fjallað er um í kaflanum „Býrð þú í öðru norrænu landi og starfar í Danmörku fyrir einkaaðila?".

Takmörkuð skattskylda:

Þú berð takmarkaða skattskyldu í Danmörku, ef þú starfar í Danmörku tímabundið sem lista- eða íþróttamaður en ert búsettur í öðru norrænu landi. 

Ótakmörkuð skattskylda:

Þó þú starfir tímabundið sem lista- eða íþróttamaður í Danmörku með búsetu í öðru norrænu landi, getur þú borið ótakmarkaða skattskyldu í Danmörku hafir þú þar húsnæði til ráðstöfunar eða dveljir þar næturlangt það marga daga að þú fallir undir regluna um dvalartíma. Sjá kaflann; almennar upplýsingar, „Ótakmörkuð skattskylda". Þú ert skattlagður samkvæmt almennum skattareglum og þarft að skila inn skattframtali.

Skattlagning í heimalandinu:

Þú ert áfram með fulla og ótakmarkaða skattskyldu í heimalandinu og því eru þessar tekjur einnig skattskyldar þar. Þú verður alltaf að telja erlendu tekjurnar fram á skattframtali heimalandsins. Ef tekjurnar eru bæði skattlagðar í Danmörku og heimalandinu, er það heimalandið sem á að koma í veg fyrir tvísköttun með því að taka tillit til skattsins sem þú greiddir í Danmörku.

Landamærareglur:

Landamærareglan á milli Svíþjóðar og Danmerkur er ekki lengur í gildi. Það er þó í gildi undanþága fyrir þá sem uppfylltu skilyrði landamærareglunnar hinn 1. janúar 1997 og uppfylla þau enn.

Auk þess er til ný „landamæraregla" í dönskum skattalögum. Samkvæmt henni skattleggst aðili með takmarkaða skattskyldu eftir reglunum um ótakmarkaða skattskyldu. Sjá nánar undir kaflanum um almennar upplýsingar „takmörkuð skattskylda".

Veldu hitt landi hr:   Ísland | Noregur | Finnland | Svíþjóð