Býrð þú í Danmörku og færð lífeyri frá öðru norrænu landi?

Þessar upplýsingar eiga við þig sem býrð í Danmörku og færð lífeyrisgreiðslur frá öðru norrænu landi. Upplýsingarnar varða eingöngu skattlagningu erlendra lífeyrisgreiðslna.

Ef þú færð aðrar bætur en ellilífeyri frá öðru norrænu landi, sjá Almannatryggingar

Skattlagning í Danmörku

 

Þú átt að telja fram allar lífeyrisgreiðslur sem þú færð frá hinu norræna landinu þegar þú gefur lífeyrinn upp á dönsku skattframtali.

Við álagningu skatta í Danmörku, getur þú óskað eftir lækkun (frádrætti) á dönskum skatti sem nemur sömu fjárhæð og þú greiddir í skatt erlendis.

Lækkunin getur þó aldrei orðið meiri en sem nemur álögðum dönskum skatti af erlendu lífeyristekjunum.

Mundu að geyma kvittanir fyrir greiðslu skatta af lífeyrinum erlendis.

Lífeyrinn gefur þú upp í gegnum TastSelv á skat.dk eða sendir inn „Oplysningsskema for udenlandsk indkomst” Blanket 04.012.

Veldu hitt landi hr:   Ísland | Noregur | Finnland | Svíþjóð