Býrð þú í öðru norrænu landi og færð lífeyri frá Danmörku?

Þessar upplýsingar eiga við þig sem býrð í öðru norrænu landi og færð lífeyrisgreiðslur frá Danmörku. Upplýsingarnar varða eingöngu skattlagningu  lífeyrisgreiðslna.

Skattlagning í Danmörku

 

Þú átt að greiða skatt í Danmörku af dönskum lífeyri. Það gildir óháð því hvaðan lífeyrinn kemur.

Hafir þú eingöngu lífeyri frá Danmörku, verður álagningin tilbúin í TastSelv í mars mánuði. Ef þú ert ekki með aðgang að TastSelv, munt þú fá álagninguna senda í pósti. Hafir þú ekki móttekið hana í síðasta lagi 1. maí, þarft þú að hafa samband við Skattestyrelsen. Þú finnur TastSelv á skat.dk

Skattlagning í búsetulandinu

 

Lífeyrinn getur einnig verið skattskyldur í búsetulandi þínu. Ef þú verður skattlagður bæði í Danmörku og búsetulandinu, er það búsetulandið sem á að veita frádrátt vegna þess skatts sem þú greiddir í Danmörku. Þú átt alltaf að gefa upp erlendar tekjur á framtali í búsetulandinu.

Veldu hitt landi hr:   Ísland | Noregur | Finnland | Svíþjóð