Býrð þú í Danmörku og átt fasteign í öðru norrænu landi?

Þessar upplýsingar eiga við þig sem ert búsettur og með fulla skattskyldu í Danmörku en átt fasteign í öðru norrænu landi.

Fasteign í öðru norrænu landi

Ef þú átt fasteign í öðru norrænu landi, er eignin skattskyld í Danmörku. Í Danmörku eru bæði fasteignamatið og tekjurnar reiknaðar samkvæmt dönskum reglum. Í því sambandi skiptir ekki máli hvernig fasteignin hefur verið skattlögð erlendis.

Fasteignamat

Alltaf þarf að gera verðmat vegna fasteignar sem þú átt erlendis. Hægt er að taka mið af söluverðmæti eignarinnar í því landi sem fasteignin er staðsett í. Skattyfirvöld verða að fá upplýsingar um hvers konar eign er um að ræða (sumarbústað, lóð o.s.frv.), í hvaða landi hún er staðsett, hvenær hún var keypt (dagsetningu), kaupverð og söluverðmætið, liggi það fyrir. Þú getur séð hvaða upplýsingar þurfa að koma fram á eyðublaðinu 04.053.

Fasteignamatið er lagt til grundvallar við útreikning eignarskatts. Eignarskatturinn er almennt 0,1 prósent af tilgreindu fasteignamati. Nánari upplýsingar er að finna á skat.dk.

Hafi sambærilegur skattur verið greiddur í því landi sem fasteignin er staðsett í, má draga þann skatt frá dönskum eignarskatti. Frádráttarfjárhæðin getur þó ekki orðið hærri en sá hluti danska eignarskattsins sem reiknaður var af eigninni í hinu landinu.

Leigutekjur

Ef fasteignin er leigð út, fer skattlagning leiguteknanna fram samkvæmt dönskum reglum, þ.a.e.s að telja á fram á framtali leigutekjur og rekstrarkostnað á sama hátt og tekjur og kostnað af eign sem staðsett er í Danmörku.

Hafir þú greitt skatt af leigutekjunum í því landi sem fasteignin er staðsett í, getur þú fengið  danska skattinn lækkaðan um sömu fjárhæð sem greidd var í hinu landinu (kreditfrádráttur).

Frádráttarfjárhæðin getur þó ekki orðið hærri en sá hluti danska skattsins sem reiknaður var af tekjum í hinu landinu.

Hagnaður af sölu á fasteign til útleigu

Hagnaður af sölu fasteignar í öðru norrænu landi er skattskyldur í Danmörku í samræmi við danskar skattareglur. Tap af sölu á fasteign í öðru norrænu landi er frádráttarbært ef söluhagnaðurinn hefði verið skattskyldur.

Sé hagnaður af sölu fasteignar skattlagður í Danmörku, getur þú farið fram á að fá danska skattinn lækkaðan um þá fjárhæð sem þú hefur þegar greitt í skatt af hagnaðinum (kreditfrádrátt) í landinu sem fasteignin er staðsett í. Frádráttarfjárhæðin getur þó ekki orðið hærri en sá hluti danska skattsins sem reiknaður var af hagnaðinum í hinu landinu.

Ef þú hefur átt og nýtt fasteignina (búið í henni) þannig að þú uppfyllir skilyrði um skattfrjálsan hagnað við sölu, er hagnaðurinn skattfrjáls í Danmörku. Þess vegna getur þú ekki fengið frádrátt vegna skatts sem greiddur hefur verið í öðru norrænu landi af hagnaðinum. Ekki er heldur hægt að fá frádrátt vegna taps.

Veldu hitt landi hr:   Ísland | Noregur | Finnland | Svíþjóð