Býrð þú í öðru norrænu landi og átt fasteign í Danmörku?

Þessar upplýsingar eiga við þig sem ert búsettur í öðru norrænu landi og átt fasteign í Danmörku. Með fasteign er átt við einbýlishús, tvíbýlishús, íbúð eða sumarbústað.

Þessar upplýsingar varða einungis skattlagningu vegna fasteignar.

Fasteign í Danmörku

Ef þú býrð í öðru norrænu landi og átt fasteign í Danmörku, er eignin skattskyld í Danmörku og átt að greiða danskan eignarskatt. Þú átt einnig að greiða fasteignaskatt til sveitarfélagsins þar sem eignin er staðsett.

Leigutekjur

Ef þú leigir út eignina, ber þér að greiða skatt af hagnaði af leigunni, upplýsingar er að finna á skat.dk – Bolig og ejendomme.

Sala á fasteign

Ef þú hefur átt og nýtt fasteignina (búið í henni) þannig að þú uppfyllir skilyrðin um skattfrjálsan hagnað við sölu, er hagnaðurinn skattfrjáls í Danmörku.
Sjá nánar á skat.dk - Salg af bolig.

Veldu hitt landi hr:   Ísland | Noregur | Finnland | Svíþjóð