Býrð þú í Danmörku og átt hlutabréf o.þ.h.  í öðru norrænu landi?

Þessar upplýsingar eru ætlaðar þér sem býrð í Danmörku og átt hlutabréf o.þ.h. í öðru norrænu landi og fjalla eingöngu um skattlagningu tekna af þessum hlutabréfum.

Arður:

Skattlagning í greiðslulandinu:

Arður er skattlagður í því landi sem greiðir hann út og er samkvæmt norræna tvísköttunarsamningnum að hámarki 15%.  Hafi hærri skattur en 15% verið dreginn af arðinum í greiðslulandinu, getur þú sótt um að fá mismuninn endurgreiddan.

Skattlagning í Danmörku:

Ef þú færð greiddan arð af hlutabréfum o.þ.h. frá öðru norrænu landi, er arðurinn skattlagður í Danmörku sem arðgreiðslur. Hafi arðurinn einnig verið skattlagður í greiðslulandinu, er komist hjá tvísköttun með því að þú færð lækkun á danska skattinum sem nemur skattinum í greiðslulandinu.

Með arði er átt við arð af hlutabréfum og hlutdeildarskírteinum.

Skattprósentan er 27%.

Auk hins almenna skattframtals, þarft þú að skila framtali fyrir erlendar tekjur. Staðfesting á greiddum fjármagnstekjuskatti af arðinum í öðru norrænu landi þarf að fylgja.

Söluhagnaður:

Ef þú ert heimilisfastur í Danmörku, er það Danmörk sem á skattlagningarréttinn af hagnaði við sölu hlutabréfa. Nánari upplýsingar um skattlagningu af sölu hlutabréfa er að finna í bæklingnum „Ef þú átt hlutabréf "(Du har aktier og investeringsbeviser) á skat.dk.

Samkvæmt norræna tvísköttunarsamningnum getur hagnaður af sölu hlutabréfa í félagi í öðru norrænu landi en þínu heimalandi, í undantekningartilvikum einnig verið skattlagður í heimalandi félagsins. Í slíku tilviki ber Danmörku að koma í veg fyrir tvísköttun. Það gerist með því að Danmörk lækkar álagningu sína með tilliti til þess skatts sem greiddur var í heimalandi félagsins. Frádrátturinn getur þó aldrei numið hærri fjárhæð en sem nemur dönskum skatti af hagnaðinum.

Veldu hitt landi hr:   Ísland | Noregur | Finnland | Svíþjóð