Býrð þú í öðru norrænu landi og færð vaxtatekjur eða greiðir vaxtagjöld í Danmörku?
Þessar upplýsingar eru ætlaðar þér sem býrð í öðru norrænu landi og færð vaxtatekjur eða greiðir vaxtagjöld í Danmörku og fjalla eingöngu um skattlagningu af þeim tekjum/gjöldum.
Vaxtatekjur:
Vaxtatekjur af inneignum í fjármálastofnunum, verðbréfum, skuldabréfum og öðru álíka í Danmörku eru ekki skattskyldar þar heldur eingöngu í heimalandi þínu.
Vaxtagjöld:
Ef þú berð takmarkaða skattskyldu af launum átt þú ekki rétt á frádrætti vegna vaxtagjalda í Danmörku. Uppfylli þú skilyrðin um landamæraregluna (grænsegængerreglen) getur þú þó fengið frádrátt vegna vaxtagjalda. Sjá kaflann "Að starfa erlendis, landamærareglan".
Berir þú takmarkaða skattskyldu vegna fasteignar í Danmörku, mátt þú draga vaxtagjöldin frá.