Býrð þú í Danmörku og ætlar að vinna sem verktaki í öðru norrænu landi?

Þessar upplýsingar eru ætlaðar þér sem býrð í Danmörku og ætlar að vinna sem verktaki í öðru norrænu landi, og fjalla eingöngu um skattlagningu tekna af þeirri starfsemi.

Tekjuskattur

Skattlagning í Danmörku

Þú átt að telja fram og greiða skatt af öllum verktakatekjum þínum í Danmörku.

Álagningin fer fram samkvæmt dönskum reglum. Það þýðir að þú átt líka að gefa upp þann hluta verktakateknanna sem þú hefur aflað í hinu norræna landinu og talið fram þar.

Ef þú átt að greiða skatt í hinu norræna landinu, getur þú fengið lækkun (frádrátt) á dönskum skatti sem samsvarar þeim skatti sem þú greiddir í hinu landinu. Lækkunin getur þó ekki orðið meiri en sá skattur sem reiknast af erlendum tekjum þínum í Danmörku.

Þú átt að telja fram á skat.dk

Skattskylda í því norræna landi sem verktakastarfsemin fer fram í

Tekjur vegna sjálfstæðrar starfsemi í öðru norrænu landi eru skattskyldar þar, ef þú ert með fasta starfstöð í því landi. Einungis má  skattleggja þar þann hluta rekstrarteknanna sem verða til í starfsstöðinni. Skattlagningin fer fram samkvæmt reglum þess lands.

Skilgreiningu á hugtakinu föst starfsstöð er að finna undir fyrirsögninni „Almennar upplýsinga/föst starfsstöð".

Ef þú ert t.d. læknir, endurskoðandi, verkfræðingur eða ráðgjafi (sjálfstætt starfandi), má vinnulandið hugsanlega einnig skattleggja þig eftir að þú hefur dvalið þar lengur en 183 daga á 12 mánaða tímabili, þrátt fyrir að ekki sé um fasta starfsstöð að ræða.

Nánari upplýsingar um skattlagningu í hinu norræna landinu finnur þú með því smella á viðkomandi land neðst á síðunni.

Almannatryggingar

Í gildi eru sérstakar reglur sem kveða á um hvar þú skulir vera tryggður. Þú þarft að hafa samband við borger.dk í Danmörku eða sambærilega stofnun í því landi sem þú ætlar að vinna í til að fá nánari upplýsingar um reglurnar.

Virðisaukaskattur

Ef þú ert með verktakastarfsemi í öðru norrænu landi, þarft þú hugsanlega að skrá þig á virðisaukaskattsskrá þar samkvæmt virðisaukaskattslögum þess lands.
Nánari upplýsingar um virðisaukaskatt í hinu landinu finnur þú með því að smella á viðkomandi land neðst á síðunni.

Veldu hitt landi hr:   Ísland | Noregur | Finnland | Svíþjóð