Býrð þú í öðru norrænu landi og ætlar að vinna sem verktaki í Danmörku?

Þessar upplýsingar eru ætlaðar þér sem býrð í öðru norrænu landi og ætlar að vinna sem verktaki í Danmörku, og fjalla eingöngu um skattlagningu tekna af þeirri starfsemi.

Skráning í Danmörku

Þegar þú ætlar að hefja verktakastarfsemi í Danmörku, verður þú að byrja á að fá þér CVR fyrirtækjanúmer gegnum virk.dk - Registrering af udenlandsk virksomhed - start - 40.122 svo hægt sé að skrá þig á virðisaukaskattsskrá o.fl.
Þar næst verður þú að útvega þér danska skattakennitölu og  bráðabirgðaútreikning skatta. Skattakennitöluna færð þú með því að snúa þér til Skattestyrelsen.

Fáir þú ekki fasta starfsstöð fyrir verktakastarfsemina í Danmörku (sjá hér að neðan) getur þú ekki fengið skattakennitölu, en þarft hugsanlega að fá skráningu vegna virðisauka, vörugjalda o.fl.

Hægt er að skrá sig, gera breytingar og afskrá sig á síðunni virk.dk

Skattur

Það fer eftir því hvort þú ert með fasta starfsstöð í Danmörku hvort þú sem erlendur verktaki átt að greiða skatt í Danmörku.

Skilgreiningu á hugtakinu föst starfstöð samkvæmt norræna tvísköttunarsamningnum, finnur þú undir fyrirsögninni „Almennar upplýsingar - föst starfsstöð"

Föst starfsstöð
Aðeins þann hluta rekstrarteknanna (tekjur mínus kostnaður) sem koma frá hinni föstu starfsstöð á að skattleggja í Danmörku. Lagt er á tekjurnar samkvæmt dönskum skattalögum. Þú átt að senda inn framtal með upplýsingum um starfsemina eins og dönsk lög segja til um. Upplýsingarnar skal senda inn fyrir 1. júlí árið eftir tekjuárið.

Ekki föst starfsstöð
Starfsemin er ekki skattskyld í Danmörku ef hún er ekki með fasta starfsstöð í Danmörku.

Almannatryggingar

Í gildi eru sérstakar reglur sem kveða á um hvar þú skulir vera tryggður. Þú þarft að hafa samband við þá stofnun sem sér um almannatryggingar í heimalandi þínu eða við borger.dk í Danmörku til að fá nánari upplýsingar um reglurnar.

Greiðslu- og upplýsingaskylda vegna starfsmanna

Skattur
Ef þú ert með fasta starfsstöð í Danmörku og með starfsmenn á launum hjá starfsstöðinni, ber þér skylda til að skrá þig sem launagreiðanda. Þú átt að halda eftir staðgreiðslu (A-skat) af launum þeirra í samræmi við upplýsingar um skattareglur vegna starfsmanna. Sjá skat.dk - Erhverv - Ansatte. Alla skráningu þarf að framkvæma rafrænt.

Ef þú ert ekki með fasta starfsstöð í Danmörku, átt þú ekki að halda eftir staðgreiðslu (A-skat) af launum starfsmannanna. Starfsmennirnir bera sjálfir ábyrgð á því að greiða inn skatt af launum sínum (B-indkomst).

Almannatryggingar
Ef starfsmennirnir eru sjúkratryggðir í öðru landi, á ekki að greiða dönsk tryggingagjöld í Danmörku vegna þeirra, heldur skal greiða þau gjöld í hinu landinu. Það þarf að vera hægt að sýna fram á það að starfsmennirnir séu sjúkratryggðir í almannatryggingum í hinu landinu.

Aftur á móti þarft að greiða tryggingagjald í Danmörku ef starfsmenn eru sjúkratryggðir í dönskum almannatryggingum. Reglurnar um almannatryggingar eru í höndum Pensionsstyrelsen í Danmörku borger.dk

Upplýsingaskylda
Ef þú ert með fasta starfsstöð í Danmörku og með starfsmenn á launum, þarf að tilkynna starfsemina rafrænt og skila inn skilagreinum vegna launa, staðgreiðslu (A-skat) o.fl. fyrir hvern og einn starfsmann.. (Eyðublað nr. 03.075 og 03.075A).

Virðisaukaskattur

Skrá þarf starfsemi sem selur virðisaukaskattskyldar vörur og þjónustu í Danmörku á danska virðisaukaskattsskrá. Til eru sérstakar reglur um sölu á þjónustu. Sjá  skat.dk - Erhverv - Moms.

Sé hin erlenda starfsemi með fasta starfsstöð þarf að skrá hana hjá þeirri skattstofu sem er næst heimilisfangi starfseminnar.

Sé hin erlenda starfsemi ekki með fasta starfsstöð, á að skrá hana hjá  Skattecenter Tønder.

Veldu hitt landi hr:   Ísland | Noregur | Finnland | Svíþjóð