Býrð þú í Danmörku og færð bætur úr almannatryggingum í öðru norrænu landi?

Þessar upplýsingar eiga við þig sem ert búsettur í Danmörku og færð bætur frá almannatryggingum í öðru norrænu landi og fjalla einungis um skattlagningu bóta úr almannatryggingum. Ef þú þiggur lífeyri frá öðru norrænu landi, þá sjá lífeyri.

Skattlagning í greiðslulandinu

Bætur úr almannatryggingum sem greiddar eru frá öðru norrænu landi, geta verið skattskyldar þar.

Skattlagning í Danmörku

Þú átt einnig að greiða skatt af bótum úr almannatryggingum í Danmörku. Þú færð frádrátt frá dönskum skatti sem nemur þeirri upphæð sem greidd var í skatt af bótunum í hinu landinu. Þó getur frádrátturinn aldrei orðið meiri en sem nemur dönskum skatti af umræddum tekjum.

Í gildi eru sérstakar reglur fyrir þá sem voru með ótakmarkaða skattskyldu í Danmörku fyrir 8. október 2008 og fengu á þeim tímapunkti bætur úr almannatryggingum frá öðru norrænu landi.

Greiðsla skatts

Ef þú átt að greiða skatt í Danmörku af bótum úr almannatryggingum frá öðru norrænu landi, heldur greiðandi bótanna ekki eftir dönskum skatti af þeim. Þú þarft sjálfur að gæta þess að láta skrá tekjurnar í staðgreiðslukerfi skatta í Danmörku með því að snúa þér til Skattestyrelsen. Gefa á upp tekjurnar í danska framtalinu.

Veldu hitt landi hr:   Ísland | Noregur | Finnland | Svíþjóð