Býrð þú í öðru norrænu landi og vinnur um borð í skipi sem er skráð í Danmörku og sem siglir á alþjóðaleiðum?                 

Þessar upplýsingar eiga við þig sem ert búsettur á í öðru norrænu landi og starfar um borð í skipi, sem er skráð í Danmörku og sem siglir á alþjóðaleiðum. Upplýsingarnar varða aðeins skattlagningu af þessum tekjum.

Alþjóðaleiðir

Með hugtakinu á alþjóðaleiðum er átt við alla skipaflutninga nema þegar skipið er eingöngu í siglingum milli staða í einu norrænu landi.

Skattlagning í Danmörku

Meginreglan er sú að þú ert með takmarkaða skattskyldu vegna launa sem aflað er um borð í skipi sem skráð er með heimahöfn í Danmörku.

Þegar þú vinnur um borð í skipi sem leigt er út á svokölluðum „bareboat bases"  af útgerð í öðru norrænu landi, ert þú skattskyldur í því landi sem heimahöfn skipsins er.

Ef þú vinnur sem sjómaður með takmarkaða skattskyldu um borð í dönskum skipum sem skráð eru í DIS (Dansk Internationalt Skibsregister), eru tekjurnar undanþegnar skatti í Danmörku.

Þeir sjómenn sem eru með takmarkaða skattskyldu og vinna um borð í dönsku skipi sem siglir á alþjóðaleiðum og sem ekki fellur skilmála DIS, eru skattlagðir með endanlegum brúttóskatti upp á 30 prósent. Í staðinn fyrir brúttóskattlagninguna er hægt að velja um að vera skattlagður samkvæmt almennum reglum um takmarkaða skattskyldu. Velja verður fyrir 1. maí  árið eftir tekjuárið. Hægt er að breyta valinu til og með 30. júní annað almanaksár eftir tekjuárið.

Þú finnur upplýsingar um skattlagningu tekna af vinnu um borð í skipi skráðu í Danmörku, sem sinnir verkefnum á norsku landgrunni, undir fyrirsögninni „Býrð þú í öðru norrænu landi og vinnur á norsku landgrunni?"

Skattlagning í búsetulandinu

Tekjur af vinnu í flutningum á alþjóðaleiðum geta líka verið skattskyldar í búsetulandinu. Ef þú ert skattlagður bæði í Danmörku og í búsetulandinu, er það búsetulandið sem koma á í veg fyrir tvísköttun.

Þú þarft því alltaf að gefa upplýsingar um tekjurnar í framtali í búsetulandinu.

Almannatryggingar

Það eru í gildi sérstakar reglur sem segja til um hvar þú átt að vera tryggður. Þú þarft að hafa samband við Tryggingastofnun í því landi sem þú ert búsettur í eða borger.dk í Danmörku til að fá nánari upplýsingar.

Veldu hitt landi hr:   Ísland | Noregur | Finnland | Svíþjóð