Tryggingagjald

 

Hvar ert þú tryggður?

Sameiginlegar reglur gilda um almannatryggingar innan ESB sem skera úr um í hvaða landi þú átt að vera tryggður (almannatryggingar). Þú getur fengið nánari upplýsingar á borger.dk.

 

Skylda til að greiða tryggingagjald

Almannatryggingar á Norðurlöndunum eru fjármagnaðar með mismunandi hætti. Hvaða gjöld þarf að greiða, upphæðir þeirra og grundvöllur útreikninga er mismunandi milli landanna. Í Danmörku greiðist tryggingagjaldið gegnum skattinn.

 

Frádráttur vegna greidds tryggingagjalds í öðru landi

Ef þú ert skráður í almannatryggingum í Finnlandi eða Noregi, greiðir þú lögboðið tryggingagjald þar. Ef launatekjurnar eiga að skattleggjast í Danmörku átt þú rétt á frádrætti vegna þess tryggingagjalds sem þú greiddir í Finnlandi eða Noregi.