Býrð þú á Íslandi en hefur tekjur af hlutabréfum frá öðru norrænu landi?

Þessar upplýsingar eru ætlaðar þér sem býrð á Íslandi en hefur tekjur af hlutabréfum í öðru norrænu landi og fjalla eingöngu um skattlagningu tekna af þessum hlutabréfum.

Skattlagning á arði:

Ef þú ert búsettur á Íslandi og færð arð frá fyrirtæki sem heimilisfast er í öðru norrænu landi er almenna reglan sú að þú ert skattskyldur í greiðslulandinu með allt að 15% fjármagnstekjuskatti samkvæmt gildandi tvísköttunarsamningi milli Norðurlandanna. Ef fjármagnstekjuskattur á Íslandi er hærri, þarft þú að greiða mismuninn í álagningu. 

Söluhagnaður hlutabréfa:

Ef þú hefur hagnað af sölu hlutabréfa í fyrirtæki sem heimilisfast er í einhverju hinna Norðurlandanna ertu skattskyldur af hagnaðinum á Íslandi. Skattur á söluhagnað og arð er 22% á Íslandi. Frá söluhagnaði vegna sölu hlutabréfa má draga tap á sölu hlutabréfa á sama ári.

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Noregur | Finnland | Svíþjóð