Býrð þú á Íslandi en hefur vaxtatekjur/vaxtagjöld frá öðru norrænu landi?
Þessar upplýsingar eru ætlaðar þér sem býrð á Íslandi en hefur vaxtatekjur/vaxtagjöld í öðru norrænu landi og fjalla eingöngu um skattlagningu af þeim tekjum/gjöldum.
Vaxtatekjur:
Ef þú býrð á Íslandi og færð vaxtatekjur frá öðru norrænu landi, ertu eingöngu skattskyldur af þeim tekjum á Íslandi.
Með vaxtatekjum er hér átt við tekjur af bankainnstæðum, verðbréfum og hlutdeildarskírteinum. Vaxtatekjur eru skattlagðar eftir almennum reglum um skattlagningu fjármagnstekna, þ.e. á þær er lagður 22% fjármagnstekjuskattur.
Ef dreginn hefur verið skattur af vaxtatekjum í hinu landinu þarf að hafa samband við viðkomandi skattyfirvöld eða fjármálastofnun og óska eftir leiðréttingu.
Vaxtagjöld:
Vaxtagjöld eru ekki frádráttarbær á Íslandi. Vaxtagjöld af íbúðalánum geta myndað stofn til vaxtabóta og það gildir einnig um erlend lán.