Ótakmörkuð skattskylda

Ef þú ert með lögheimili á Íslandi eða hefur þar samfellda dvöl, telst þú vera með ótakmarkaða skattskyldu í landinu. Það þýðir að þú ert skattskyldur á Íslandi af öllum þínum tekjum, hvort sem þær eru upprunnar á Íslandi eða erlendis.

Ísland hefur gert tvísköttunarsamninga við mörg lönd sem getur leitt til þess að skattlagningarrétturinn á Íslandi takmarkast. Um leið og þú hefur flutt lögheimili þitt til Íslands verður þú með fulla og ótakmarkaða skattskyldu þar.

Ef þú vinnur lengur en 6 mánuði á hverju 12 mánaða tímabili um borð í skipi sem skráð er á Íslandi, getur þú verið með ótakmarkaða skattskyldu á Íslandi þrátt fyrir að þú sért með lögheimili þitt erlendis.

Samfelld dvöl (dvöl yfir 6 mánuði)

Dvöl sem varar lengur en 6 mánuði á hverju 12 mánaða tímabili telst vera samfelld dvöl. Almanaksárið skiptir ekki máli þegar dvalartíminn er reiknaður. Eðlileg fjarvera vegna orlofs og þess háttar hefur ekki áhrif á útreikning dvalartímans.

Ef þú dvelur á Íslandi lengur en 6 mánuði samfellt, reiknast þú með ótakmarkaða skattskyldu frá komudegi til landsins.

Hvenær fellur ótakmörkuð skattskylda niður?

Almennt fellur ótakmörkuð skattskyldan niður þann dag sem þú ert skráður með lögheimili í öðru landi. Þú getur samt sem áður verið með ótakmarkaða skattskyldu á Íslandi næstu 3 árin eftir brottflutning frá landinu, getir þú ekki sýnt fram á að þú sért með ótakmarkaða skattskyldu í öðru landi á sama hátt og menn heimilisfastir þar.

Þó að ótakmörkuð skattskylda hafi fallið niður, getur þú samt sem áður verið skattskyldur á Íslandi vegna tekna sem orðið hafa til á Íslandi. Sjá nánar í takmarkaða skattskyldu