Danmörk
Ísland
Noregur
Finnland
Svíþjóð
Valmynd

Býrð þú í Noregi og starfar í öðru norrænu landi fyrir opinberan aðila?

Þetta á við um þig sem býrð í Noregi og starfar fyrir opinberan aðila í öðru norrænu landi og fjalla eingöngu um skattlagningu af launum fyrir slíkt starf.

Skilgreining á „opinber aðili"

Launagreiðandi þinn er skilgreindur sem opinber aðili ef þú ert ráðinn til starfa fyrir ríki, sysla, sveitarfélag, opinbera stofnun eða sambærilega stjórnsýslustofnun á hinum Norðurlöndunum. Ríkisreknir háskólar í öðrum löndum en Finnlandi eru skilgreindir sem opinberir aðilar. Aftur á móti eru finnsku háskólarnir skilgreindir sem einkaaðilar. Hlutafélag í eigu ríkis eða sveitarfélags er ekki skilgreint sem opinber aðili. Ríki og sveitarfélög eru heldur ekki skilgreind sem opinber aðili ef starfsemi þeirra tengist atvinnurekstri.

Ef vinnuveitandi þinn er ekki opinber aðili, verður þú skattlagður samkvæmt þeim reglum sem lýst er í „Býrð þú í Noregi og vinnur í öðru norrænu landi fyrir einkaaðila?"

Opinber aðili í Noregi:

Ef þú starfar í öðru norrænu landi og færð laun frá opinberum aðila í Noregi, eru launin einungis skattlögð í Noregi.

Opinber aðili heimilisfastur í öðru norrænu landi:

Ef þú starfar í öðru norrænu landi og færð laun frá opinberum aðila sem er heimilisfastur í því landi, skattleggjast launin þar. Ef starfið er innt af hendi í Noregi, að öllu leyti eða að hluta, eru tekjur af starfinu skattlagðar þar.

Skattlagning í Noregi:

Þér ber að gera grein fyrir tekjum sem skattlagðar eru í öðru norrænu landi á norska skattframtalinu.  Þér ber einnig að fylla út eyðublaðið „Nedsetting av inntektsskatt på lønn" (RF-1150) og senda með framtalinu. Við skattlagninu í Noregi er færð þú lækkun á norska skattinum skv. svokallaðari undanþáguaðferð, þannig að sömu tekjurnar séu ekki skattlagðar bæði í vinnulandinu og í Noregi.

Laun sem skattlögð eru í öðru norrænu landi eru ekki skattlögð í Noregi en eru höfð til hliðsjónar við útreikning skatta af norskum tekjum. Fyrst eru allar tekjur þínar skattlagðar, þ.e. bæði tekjurnar sem skattleggjast eiga í Noregi og tekjurnar í hinu landinu. Síðan eru heildarskattarnir lækkaðir sem svarar til hlutfalls tekna í hinu landinu. Þetta þýðir að þú greiðir ekki skatt í Noregi af erlendum tekjum. Það þýðir einnig að skattstiginn sem notaður er við skattlagninguna í Noregi er sá sami og hann hefði verið ef allar tekjurnar hefðu verið skattlagðar þar (stighækkandi áhrif).

Þannig eru skattarnir í Noregi lækkaðir hlutfallslega með tilliti til hluta erlendra tekna  í heildartekjum. Ekki skiptir máli hve háa skatta þú raunverulega greiddir erlendis.

Landamærareglan (Grensegjengere):

Ef þú býrð í Noregi í sveitarfélagi sem liggur að landamærum Svíþjóðar eða Finnlands og ferð yfir landamærin til vinnu, ert þú skilgreindur sem „grensegjengare" og fellur undir landamæraregluna. Hún kveður á um að þú eigir eingöngu að greiða skatt í Noregi. Skilyrði fyrir þessari reglu er að þú dveljir á heimili þínu í Noregi, minnst tvo daga í viku með einnar nætur dvöl.

Veldu hitt landi­ hÚr:   Danmörk | Ísland | Finnland | Svíþjóð
Valmynd
 
Logo