Býrð þú í öðru norrænu landi og starfar í Noregi fyrir opinberan aðila?

Þetta á við um þig sem býrð í öðru norrænu landi og starfar í Noregi fyrir opinberan aðila og fjalla eingöngu um skattlagningu af launum fyrir slíkt starf.

Skilgreining á „opinber aðili“

Launagreiðandi þinn er skilgreindur sem opinber aðili ef þú ert ráðinn til starfa fyrir ríki, sveitarfélag, opinbera stofnun eða sambærilega stjórnsýslustofnun á hinum Norðurlöndunum. Ríkisreknir háskólar í öðrum löndum en Finnlandi eru skilgreindir sem opinberir aðilar. Aftur á móti eru finnsku háskólarnir skilgreindir sem einkaaðilar. Hlutafélag í eigu ríkis eða sveitarfélags er ekki skilgreint sem opinber aðili. Ríki og sveitarfélög eru heldur ekki skilgreind sem opinber aðili ef starfsemi þeirra tengist atvinnurekstri.

Ef vinnuveitandi þinn er ekki opinber aðili, verður þú skattlagður samkvæmt þeim reglum sem lýst er í „Býrð þú í öðru norrænu landi og vinnur í Noregi fyrir einkaaðila?".

Opinber aðili í Noregi

Ef þú starfar í Noregi fyrir norskan opinberan aðila eru launin skattlögð þar í landi. Ef starfið er innt af hendi að öllu leyti eða að hluta til í landinu þar sem þú ert heimilisfastur, eru launin fyrir starfið yfirleitt skattlögð í því landi.

Opinber aðili heimilisfastur í öðru norrænu landi

Starfir þú í Noregi fyrir opinberan aðila, sem heimilisfastur er í öðru norrænu landi, er meginreglan sú að launin skattleggjast þar sem launagreiðandinn er heimilisfastur.

Skattlagning í Noregi

Ef launin þín eru skattskyld í Noregi verður þú skattlagður með almennu skattþrepi eða með fastir prósentu á heildarlaunatekjur þínar, sjá Skattþrep.

Nánari upplýsingar um hvenær þú getur greitt fasta prósentu af heildarlaunatekjum eru á skatteetaten.no/paye.

Skattlagning í búsetulandinu

Tekjurnar geta einnig verið skattskyldar í búsetulandinu og þú verður sjálfur að setja þær inn í skattframtalið í búsetulandinu. Ef tekjurnar eru skattlagðar bæði í Noregi og búsetulandinu, er það búsetulandið sem koma á í veg fyrir tvísköttun. 

Landamærareglan (grensegjengere)

Ef þú býrð í sveitarfélagi í Svíþjóð eða Finnlandi sem liggur við landamæri Noregs og vinnur í norsku sveitarfélagi sem liggur að landamærum þess lands sem þú býrð í, eiga reglur fyrir landamærabúa við um þig. Reglur fyrir landamærabúa fela í sér að þú greiðir skatt af laununum í búsetulandinu. Forsendan er að þú heimsækir lögheimili þitt í   búsetulandinu minnst tvo daga í viku með einnar nætur dvöl.

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Ísland | Finnland | Svíþjóð