Býrð þú í Noregi og starfar í öðru norrænu landi sem listamaður eða íþróttamaður?

Þessar upplýsingar eru ætlaðar þér sem býrð í Noregi og starfar sem listamaður eða íþróttamaður í öðru norrænu landi og fjallar eingöngu um skattlagningu af launum fyrir slíkt starf.

Skattlagning í vinnulandinu:

Ef  þú starfar eða kemur fram sem listamaður eða íþróttamaður í öðru norrænu landi eru tekjurnar að öllu jöfnu skattskyldar í því landi.  Það sama á við ef þú færð greiðslurnar í gegnum fyrirtæki.

Skattlagning í Noregi:

Tekjurnar eru einnig skattskyldar í Noregi og þú þarft alltaf að gera grein fyrir þeim í norska framtalinu. Til að koma í veg fyrir tvísköttun getur þú gert kröfu um frádrátt  frá norskum skatti vegna þess skatts sem greiddur er í hinu ríkinu (kreditfrádráttur). Frádrátturinn er takmarkaður við norska skattinn af erlendu tekjunum.

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Ísland | Finnland | Svíþjóð