Býrð þú í öðru norrænu landi og starfar í Noregi sem listamaður eða íþróttamaður?

Þetta á við um þig sem býrð í öðru norrænu landi en starfar sem listamaður eða íþróttamaður í Noregi og fjalla eingöngu um skattlagningu af launum fyrir slíkt starf.  

Skattlagning í Noregi

Ef þú starfar eða kemur fram sem listamaður eða íþróttamaður í Noregi, á norsku skipi eða á norskum landgrunni,  eru tekjurnar skattskyldar í Noregi.

Með listamanni er átt við tónlistarmann, leikara sem kemur fram á sviði, kvikmyndaleikara og þátttakanda í kvikmyndum og upptökum sem ætlaðar eru fyrir útvarp eða sjónvarp. Með íþróttamanni er  átt við t.d. golfleikara, hestaíþróttamann, þátttakanda í vélhjólaíþróttum eða siglingaíþróttum, í  billjard, skák eða bridgekeppnum. Enn fremur nær orðið listamaður hér yfir þann sem kemur fram af pólitískum eða trúarlegum ástæðum eða í góðgerðarskyni.

Takmörkuð skattskylda

Ef þú dvelur tímabundið í Noregi og berð þar ekki fulla skattskyldu ert þú skattlagður samkvæmt lögum um skattlagningu listamanna.

Listamannaskatturinn er 15% af heildartekjum. Ef þú hefur haft útgjöld vegna fæðis, húsnæðis, ferða eða þóknunar til umboðsmanns, getur þú fengið frádrátt frá skattstofni, ef um sannanlegan kostnað er að ræða.

Greiða skal listamannaskatt óháð því hvernig greiðslurnar eru inntar af hendi, hvort heldur til listamannsins, fulltrúa hans, umboðsmanns eða fyrirtækis.

Það er sá sem sér um greiðslurnar sem skal draga af og greiða skattinn og gefa nauðsynlegar upplýsingar til skattyfirvöld.

Ef þú greiðir listamannaskatt þarft þú ekki skila skattframtali til norskra skattyfirvalda. Ef þú býrð í öðru norrænu landi (eða EES-landi) getur þú valið um að verða skattlagður eftir almennum reglum sé það er hagstæðara fyrir þig. Þá þarft þú að senda inn skattframtal og óska eftir að vera skattlagður eftir almennum reglum.

Ótakmörkuð skattskylda

Ef þú dvelur það lengi í Noregi að þú verður talin með fulla skattskyldu þar, verður þú skattlagður samkvæmt almennum skattareglum frá og með tekjuárinu á undan því tekjuári sem þú búsetur þig þar. Þá þarft þú að skila skattframtali til norskra skattyfirvalda.

Skattlagning í heimalandinu

Tekjurnar geta líka verið skattskyldar í búsetulandinu og það þarf að gera grein fyrir þeim í skattframtali þar. Tekjurnar geta líka verið skattskyldar í búsetulandinu, er það búsetulandið sem koma á í veg fyrir tvísköttun.

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Ísland | Finnland | Svíþjóð