Danmörk
Ísland
Noregur
Finnland
Svíþjóð
Valmynd

Býrð þú í Noregi og átt hlutabréf o.þ.h. í öðru norrænu landi?

Þetta á við um þig sem býrð í Noregi og átt hlutabréf eða hlut í hlutabréfasjóði í öðru norrænu landi og fjalla einungis um tekjur af hlutabréfum og hlutabréfasjóðum.

Arður og úthlutun úr hlutabréfasjóði:

Skattlagning í greiðslulandinu

Hlutabréf eru skattskyld í greiðslulandinu. Samkvæmt tvísköttunarsamningi Norðurlandanna er skatthlutfallið 15%. Til að koma í veg fyrir tvísköttun þarft þú að fara fram á frádrátt frá norska skattinum sem nemur skattgreiðslunni erlendis (kreditfrádráttur). Frádrátturinn takmarkast við reiknaðan norskan skatt af arðsúthlutuninni.

Ef fyrirtæki sem heimilisfast er í öðru norrænu landi, hefur dregið er meira en 15% tekjuskatt af úthlutuðum arði, átt þú rétt á að fá endurgreidd það sem umfram er í því landi.

Skattlagning í Noregi

Arðsúthlutun frá félagi í öðru norrænu landi er skattskyld í Noregi á sama hátt og arðsúthlutun frá norsku félagi. Úthlutun úr hlutabréfasjóði er skattlögð á sama hátt og arður.

Einungis sá hluti af arðinum sem fer yfir ákveðna hámarksfjárhæð er skattskyldur (þ.e. sem fer yfir reiknaða fjárhæð áhættulausrar ávöxtunar af upphafsverðinu).

Fjárhæð áhættulausrar ávöxtunar reiknast fyrir hvert hlutabréf/eignarhlut pr. 31. desember á tekjuárinu og segir til um hvað mikinn skattfrjálsan arð má móttaka. Af þeim hluta sem fer umfram þá fjárhæð greiðist 28%. 

Þeir sem eiga erlend hlutabréf þurfa að fylla út eyðublaðið „Skjema for fastsettelse av anskaffelsesverdi (inngangsverdi) og beregning skattepliktig utbytte for aksjer/andeler eid per 31.12.2006" (RF-1059). Leiðbeiningar um útfyllingu eyðublaðsins er að finna í RF-1072. Eyðublaðinu á að skila með skattframtalinu. Eyðublaðið og leiðbeiningarnar má sækja á skatteetaten.no. Sama á við ef þú átt eign í erlendum hlutabréfasjóði og hefur ekki móttekið upplýsingar um eignarhlutinn frá VPS (Verdipapirsentralen) eða frá fjármálafyrirtækinu.

Söluhagnaður af arði og eign í hlutabréfasjóði:

Hagnaður af sölu hlutabréfa í félagi í öðru norrænu landi er skattskyldur í Noregi á sama hátt og hagnaður af sölu hlutabréfa í norsku félagi. Söluhagnaður af sölu eignarhluta í hlutabréfasjóði skattleggst á sama hátt og söluhagnaður hlutabréfa í norsku félagi.

Við sölu hlutabréfa eftir 1. janúar 2007 skal við útreikning á skattskyldum arði taka tillit til reiknaðs hámarksfrádráttar sem ekki var nýttur við skattlagningu á mótteknum arði.

Ef þú hefur verið búsettur í öðru norrænu landi, getur hagnaður af sölu hlutabréfa í félagi þar í landi einnig verið skattskyldur þar ef salan á sér stað á því ári sem þú öðlast heimilisfesti í Noregi samkvæmt ákvæðum í tvísköttunarsamningi Norðurlandanna, eða í tiltekinn árafjölda á eftir. Þar eru mismunandi reglur sem gilda á Norðurlöndunum um hvernig hagnaður af sölu hlutabréfa er skattlagður eftir brottflutning.  Ef þú ert skattlagður í öðru norrænu landi er komið í veg fyrir tvísköttun með því að þú getur gert kröfu um frádrátt frá norska skattinum sem nemur þeim skatti sem þú greiddir erlendis (kreditfrádráttur). Frádrátturinn takmarkast við reiknaðan norskan skatt af söluhagnaðinum.             

Tap af sölu hlutabréfa í félagi sem heimilisfast er í öðru norrænu landi er frádráttarbært á sama hátt og tap vegna sölu hlutabréfa í norsku félagi.

Veldu hitt landi­ hÚr:   Danmörk | Ísland | Finnland | Svíþjóð
Valmynd
 
Logo