Býrð þú í Noregi og hefur vaxtatekjur/vaxtagjöld í öðru norrænu landi?

Þetta á við um þig sem býrð í Noregi og færð vaxtatekjur eða greiðir vaxtagjöld í öðru norrænu landi og fjalla eingöngu um skattlagningu af þeim tekjum/gjöldum.

Vaxtatekjur:

Vaxtatekjur sem þú færð frá öðru norrænu landi eru skattskyldar í Noregi á sama hátt og vaxtatekjur frá norskum greiðanda.

Með vaxtatekjum er átt við tekjur af kröfum, þar með eru taldir vextir af bankainnstæðum og verðbréfum.

Þú átt ekki að greiða skatt af vöxtunum í greiðslulandinu. Ef greiðslulandið hefur samt sem áður dregið skatt af vöxtunum, átt þú rétt á því að fá hann endurgreiddan.  Hafðu samband við skattyfirvöld eða greiðandann til að fá frekari upplýsingar.

Vaxtagjöld:

Ef þú ert með skattalegt lögheimili í Noregi átt þú rétt á frádrætti vegna vaxtagjalda af lánum. Það sama gildir þó lánin séu tekin erlendis. Ef þú óskar eftir frádrætti í skattframtali vegna vaxtakostnaðar sem greiddur er til erlendra lánaveitenda, verður þú að geta lagt fram gögn því til staðfestingar.

Réttur til frádráttar vaxtagjalda er takmarkaður ef þú átt fasteign erlendis sem ekki má skattleggja í Noregi samkvæmt tvísköttunarsamningum. Þetta á við þegar þú ert búsettur í öðru landi samkvæmt tvísköttunarsamningnum. (Þetta á annars líka við í tengslum við einstök lönd utan Norðurlandanna.)

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Ísland | Finnland | Svíþjóð