Býrð þú í öðru norrænu landi og hefur vaxtatekjur/vaxtagjöld í Noregi?

Þetta á við um þig sem býrð í öðru norrænu landi og færð vaxtatekjur frá Noregi eða greiðir vexti til lánveitanda í Noregi.

Vaxtatekjur:

Ef þú ert búsettur í öðru norrænu landi eru vaxtatekjur frá norskum greiðanda ekki skattskyldar í Noregi.
Með vöxtum er átt við kröfur, þar með talda vexti af bankainnstæðum og verðbréfasjóðum.

Vaxtagjöld:

Ef þú berð takmarkaða skattskyldu í Noregi vegna fasteigna, átt þú rétt á frádrætti vegna vaxtagjalda sem tengjast öflun eða  kostnaði vegna fasteignarinnar í Noregi.

Ef þú berð takmarkaða skattskyldu í Noregi eingöngu vegna launatekna getur þú átt rétt á frádrætti vegna vaxtagreiðslna ef þú getur sýnt fram á að 90 prósemt af allar tekjur þínar séu skattskyldar í Noregi. Til grundvallar við útreikning teknanna eru notaðar samanlagðar heildartekjur þínar í mismunandi löndum, fyrir frádrátt, í Noregi og i landinu þar sem þú býrð. Nánari upplýsingar finnur á skatteetaten.no. 

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Ísland | Finnland | Svíþjóð