Býrð þú í Noregi og ætlar að vinna sem verktaki í öðru norrænu landi? 

Þetta á við um þig sem býrð í Noregi og ætlar að vinna sem verktaki í öðru norrænu landi og fjalla eingöngu um skattlagningu tekna af þeirri starfsemi.

Skattur

Skattlagning í Noregi

Ef þú starfar sem verktaki í örðu norrænu landi eru tekjur þínar skattskyldar i Noregi á sama hátt og ef starfið hafi farið fram í Noregi.

Verði tekjurnar einnig skattlagðar í hinu norræna landinu, getur þú krafist lækkunar á norska skattinum sem nemur þeim skatti sem þú greiddir erlendis (kreditfradrag). Lækkunin getur ekki orðið meiri en sá hluti norska skattsins sem reiknast á erlendu tekjurnar.

Skattlagning í landinu sem verktakastarfsemin fer fram í 

Þú átt að greiða skatt af rekstrartekjunum í hinu norræna landinu ef þú ert með „fasta starfsstöð" þar. Það er bara sá hluti rekstrarteknanna sem verður til í þessari föstu starfsstöð sem má skattleggja í hinu norræna landinu. 

Skilgreiningu á hugtakinu föst starfsstöð er að finna undir fyrirsögninni Almennar upplýsingar/Föst starfsstöð

Ef þú hefur með höndum sjálfstæða persónulega starfsemi sem læknir, endurskoðandi, verkfræðingur eða ráðgjafi (s.k. sjálfstætt starfandi), ert þú einnig orðið skattskyldur í vinnulandinu þegar þú hefur dvalið þar í meira en 183 daga á 12 mánaða tímabili. Þetta á við jafnvel þó að þú sért ekki með fasta starfsstöð þar.

Nánari upplýsingar um skattlagningu og skyldu til að skila skattframtali í hinu landinu finnur þú með því að smella á viðkomandi land neðst á síðunni.

Almannatryggingar 

Það eru í gildi sérstakar reglur sem kveða á um hvar þú skulir vera tryggður. Þú þarft að hafa samband við NAV í Noregi eða sambærilega stofnun í því landi sem þú ætlar að vinna í til að fá nánari upplýsingar.

Virðisaukaskattur

Almennt er virðisaukaskattur greiddur í landinu þar sem varan er seld eða þjónustan er innt af hendi.

Þar sem vörur og þjónusta eru almennt virðisaukaskattskyldar í því landi þar sem salan fer fram, þarft þú alltaf að hafa samband við skattyfirvöld þar til að ganga úr skugga um hvort þér ber að greiða af þeim virðisaukaskatt.

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Ísland | Finnland | Svíþjóð