Býrð þú í öðru norrænu landi og færð bætur úr almannatryggingum í Noregi?

Þetta á við um þig sem býrð í öðru norrænu landi og færð bætur frá almannatryggingum í Noregi. Upplýsingarnar fjalla einungis um skattlagningu bóta úr almannatryggingum. Ef þú þiggur ellilífeyri frá Noregi, örorkubætur úr norsku almannatryggingunum eða örorkubætur frá öðrum norskum sjóðum, þá sjá Lífeyrisþegar.

Dæmi um bætur úr almannatryggingum sem greiðast út í Noregi:
Sjúkradagpeningar, fæðingarorlof og atvinnuleysisbætur.

Skattlagning í Noregi

Ef þú býrð í öðru norrænu landi og færð bætur frá almannatryggingum í Noregi, verður þú að hafa samband við skattyfirvöld til að athuga með hvort þú átt að greiða skatt af bótunum í Noregi.

Einstaklingar með ótakmarkaða skattskyldu í Noregi
Þú átt að greiða skatt af bótunum í Noregi ef þú telst vera með ótakmarkaða skattskyldu í Noregi samkvæmt norskum reglum.  Bæturnar skattleggjast þá samkvæmt sömu reglum og ef móttakandinn væri búsettur í Noregi.

Einstaklingar með takmarkaða skattskyldu
Ef þú ert ekki með skattalega heimilisfesti í Noregi, átt þú ekki að greiða skatt í Noregi af norskum bótum úr almannatryggingum. Ef þú þiggur ellilífeyri frá Noregi, örorkubætur úr norsku almannatryggingunum eða örorkubætur frá öðrum norskum sjóðum, þá sjá Lífeyrisþegar.

Skattlagning í búsetulandinu

Bætur úr almannatryggingum geta líka verið skattskyldar í landinu sem þú býrð í. Þú átt því alltaf að gefa upp bæturnar í skattframtali í búsetulandinu.

Ef þú ert skattlagður bæði í Noregi og heimalandi þínu er það heimalandið sem á að koma í veg fyrir tvísköttun.

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Ísland | Finnland | Svíþjóð