Danmörk
Ísland
Noregur
Finnland
Svíþjóð
Valmynd

Þjóðskrá

Þegar þú flytur til Noregs

Ef þú ætlar þér að dvelja í Noregi lengur en 6 mánuði, verður þú að tilkynna flutning til Noregs í síðasta lagi 8 dögum eftir komuna til landsins.

Allir sem ætla að tilkynna flutning til Noregs verða að koma á eina af þeim 42 skattstofum sem valdar hafa verið til að sjá um eftirlit með skráningum. Þetta á einnig við um norska ríkisborgara sem flytja tilbaka til Noregs. Flytji fjölskylda þín með þér til Noregs verða allir fjölskyldumeðlimir að koma með þér á skattstofuna.

Ef þú ætlar að dvelja í styttri tíma en 6 mánuði í Noregi, þarft þú ekki að tilkynna flutning til Noregs. Ef þú ætlar að vinna í Noregi á dvalartímanum verður þú þó að koma á skattstofuna til að fá skattkort og kennitölu (D-nummer). Sama gildir fyrir þá sem dvelja í Noregi vegna vinnu og fara reglubundið yfir landamæri (pendla) til annars lands innan EES.

Það veltur á því frá hvaða landi þú kemur hvaða gögn þú þarft að hafa með þér, sjá nánar á skatteetaten.no.

Þegar þú flytur til annars norræns lands

Flytjir þú frá Noregi til annars norræns lands, átt þú bara að tilkynna flutninginn í því landi sem þú flytur til.

Kennitala

Allir sem skráðir eru í Þjóðskrá sem búsettir í Noregi fá úthlutað norskri kennitölu. Kennitalan samanstendur af fæðingardegi, mánuði og ári ásamt 5 öðrum tölustöfum (samanlagt 11 tölustafir).

Sá sem hefur einu sinni fengið úthlutað kennitölu, heldur henni og á að nota hana í samskiptum sínum við norsk stjórnvöld í framtíðinni.

D-númer

Þeir sem ekki þurfa að tilkynna flutning til Noregs, en ætla að vinna í Noregi, fá úthlutað bráðabirgðakennitölu, s.k. D-númeri í tengslum við útgáfu skattkorts. Þetta á þó ekki við um þá sem áður hafa fengið norska kennitölu eða D-númer. D-númerið er auðkennisnúmer sem nota á í samskiptum við norsk yfirvöld og t.d. þegar þú ætlar að opna bankareikning í norskum banka.

Ákveðir þú að dvelja áfram í Noregi eftir að 6 mánuðirnir eru liðnir og ef þú ferð ekki reglubundið yfir landamæri (pendlar), verður þú að tilkynna norskum skattyfirvöldum um ákvörðun þína og skrá þig í norsku Þjóðskránna. Þú munnt þá fá úthlutað norskri kennitölu.

Valmynd
 
Logo