Takmörkuð skattskylda

Þó þú sért ekki með skattalega heimilisfesti í Noregi, getur þú samt sem áður verið með skattskyldu í Noregi vegna ákveðinna tekna og eigna sem tengjast Noregi, s.k. takmarkaða skattskyldu.

Launatekjur

Laun frá norskum launagreiðanda vegna vinnu sem unnin er í Noregi, eru skattskyld í Noregi. Ef þú vinnur í Noregi fyrir erlendan launagreiðanda, geta launin verið skattskyld í Noregi.

Flestir þeirra sem koma til starfa í Noregi greiða 25% flatan skatt á brúttólaunatekjur. Ef þú ert ekki tryggður í norska almannatryggingakerfinu er skattprósentan 16,8%. Endanleg greiðsla skatta er þegar skatturinn er afdreginn og tilkynntur til skattyfirvalda af launagreiðandanum þínum. Þú átt ekki rétt á neinum frádrætti.

Þú getur valið um að greiða skatta samkvæmt almennum reglum af heildartekjum þínu í stað þess aðgreiða flatan skatt. Ef þú ert með launatekjur senm eru hærri en NOK 651.250 eða aðrar tekjur í Noregi svo sem vegna sjálfstæðrar starfsemi, átt þú alltaf að greiða skatta samkvæmt almennum reglum. Það sama gildir ef þú ert með fjármagnstekjur yfir tiltekinni fjárhæð.

Þetta á við á meðan þú berð takmarkaða skattskyldu og á fyrsta árinu sem þú uppfyllir skilyrði til að eiga skattalega heimilisfesti.

Nánari upplýsingar um nýju regurnar, sjá skatteetaten.no/kildeskattlonn.

Þú getur einnig verið skattskyldur í Noregi þegar þú vinnur á norsku landgrunni eða um borð í skipi skráðu í Noregi. Það gilda sérstakar reglur fyrir flugáhafnir.

Lífeyrir og örorkubætur

Lífeyrir og örorkubætur sem greiddar eru frá Noregi, eru skattskyldar í Noregi. Skatturinn er 15prósent af brúttó lífeyri.

Ef þú býrð utan Norðurlandanna, getur skattskyldan verið takmörkuð við ákvarðanir í tvísköttunarsamningnum milli Noregs og búsetulandsins. Ef þú býrð í landi innan EES getur þú í stað þess að greiða 15 prósenta skatt, óskað eftir því að skatturinn sé reiknaður sama hátt og hjá þeim sem búsettir eru í Noregi. Til að geta valið þennan möguleika verða minnst 90 prósenta af tekjum þínum að vera skattlagðar í Noregi.

Nánari upplýsingar eru á skatteetaten.no.

Fasteign

Ef þú átt fasteign í Noregi, ert þú skattskyldur verðgildi fasteignarinnar og tekjum af henni.

Tekjur af hlutabréfum

Þú ert skattskyldur í Noregi þegar þú færð greiddan arð frá norsku félagi eða norskum verðbréfasjóðum.

Sjálfstæð starfsemi

Ef þú starfar sem verktaki, ert þú skattskyldur í Noregi þegar þú ert með starfsemi gegnum fasta starfsstöð í Noregi.

----

Ef þú hefur tekjur og/eða átt eignir sem eru skattskyldar í Noregi, verður þú að skila skattframtali í Noregi. Ef launatekjurnar þínar eru skattlagðar með flötum skatti, þarft þú ekki að skila skattframtali vegna launateknanna. Þú þarf heldur ekki að skila skattframtali ef þú færð eingöngu arð frá norsku félagi eða starfars em listamaður eða íþróttamaður í Noregi.