Danmörk
Ísland
Noregur
Finnland
Svíþjóð
Valmynd

Skattkort

Ef þú ert skattskyldur í Noregi á vinnuveitandi þinn að draga skatt af laununum við hverja útborgun.

Allir sem eru með skattskyld laun verða að hafa skattkort. Skattkortið sýnir hve miklum skatti vinnuveitandandinn á að halda eftir. Ef þú ert ekki með skattkort, á vinnuveitandinn að draga 50% skatt af launum þínum.

Sá skattur sem vinnuveitandinn heldur eftir, gengur upp á móti endanlegum skatti sem verður ákvarðaður þegar þú færð skattuppgjörið á tímabilinu mars – október árið eftir tekjuárið.

Þannig sækir þú um skattkort

Ef þú hefur ekki norska kennitölu, er meginreglan sú að þú þarft að heimsækja eina af þeim skattstofum sem sjá um persónueftirlit þegar þú sækir um skattkort. Þú getur séð hvaða skattstofur þetta eru hér.

Ef þú hefur áður farið á skattstofu vegna persónu- og auðkenniseftirlits, þarft þú ekki að gera það aftur til að fá skattkort næsta ár. Þá dugar að fylla út eyðublaðið RF-1209 og senda það á skattstofuna.

Þegar þú sækir um skattkort í fyrsta sinn, þarft þú að leggja fram mismunandi gögn allt eftir því hvaðan þú kemur:

Norrænir ríkisborgarar

Ríkisborgarar annarra landa í ESB/EES

Ríkisborgarar frá löndum utan ESB/EES

Vinnuveitandi þinn sækir skattkortið rafrænt frá Skatteetaten. Þú færð tilkynningu um skattafrádrátt með upplýsingum um skattkortið þitt (skattetrekksmelding). Tilkynningin um skattafrádráttinn verður send á það heimilisfang sem þú ert skráður á í Þjóðskrá. Þú þarft ekki að afhenda vinnuveitanda tilkynninguna.

 

Staðgreiðsluskattur vegna vinnu í öðru norrænu landi og yfirfærsla á skatti (yfirfærslusamningurinn)

Ef þú ert ráðinn af vinnuveitanda í búsetulandi þínu en vinnur vinnuna í öðru norrænu landi, eiga þú eða vinnuveitandi þinn að senda inn eyðublað NT 1 eða NT 2 til skattstofunnar. Þetta þarf að gera til að tryggja að staðgreiðsluskattur sé greiddur í réttu landi. Eyðublaðið NT 1 á að nota þegar þú átt að greiða skattinn í búsetulandinu t.d. ef þú dvelur undir 183 dögum í vinnulandinu. Eyðublaðið NT 2 á að nota þegar þú átt að greiða skattinn í vinnulandinu. Það á við ef þú dvelur lengur en 183 daga í vinnulandinu, ef að vinnuveitandinn er með fasta starfsstöð í vinnulandinu og í vissum löndum þegar um starfsmannaleigu er að ræða.@

Í vissum tilvikum geta skattyfirvöld yfirfært skatt milli landanna samkvæmt svokölluðum yfirfærslusamningi. Yfirfærslusamningurinn felur í sér að ef skatti af launatekjum hefur verið haldið eftir í einu norrænu landi en síðan kemur í ljós að tekjurnar eru skattskyldar í öðru norrænu landi, getur fyrra landið yfirfært skattinn til hins landsins. Ávallt er litið svo á að skattur sem yfirfærður er sé greiddur á réttum tíma þannig að álag eða vextir séu ekki lagðir á hann. Í þeim tilvikum sem hinn yfirfærði skattur dugar ekki fyrir álögðum skatti í hinu landinu, verður viðkomandi sjálfur að greiða mismuninn og hugsanlegt álag eða vexti af honum.

Valmynd
 
Logo