Tryggingagjald (launþega og vinnuveitenda)

Sameiginlegar reglur gilda um almannatryggingar innan ESB sem skera úr um í hvaða landi þú átt að vera tryggður (almannatryggingar). Hafðu samband við NAV Medlemskap og avgift til að fá nánari upplýsingar.

Skylda til að greiða tryggingargjald

Almannatryggingar á Norðurlöndunum eru fjármagnaðar með mismunandi hætti. Hvaða gjöld þarf að greiða, upphæðir þeirra og grundvöllur útreikninga er mismunandi milli landanna.

Ef þú ert skráður í norska almannatryggingakerfið, greiðist tryggingagjald í Noregi samkvæmt norskum reglum.

Tryggingagjald launþega

Ef þú ert skráður í norska almannatryggingakerfið á meðan þú starfar í Noregi átt þú að greiða 8,2 prósenta tryggingargjald af launum og annarri þóknun fyrir vinnu og verkefni sem unnin eru í eða utan starfsins. Tryggingargjaldið er greitt með skattinum.

Ef þú starfar sem verktaki og ert skráður í norska almannatryggingakerfið, átt þú að greiða 11,4 prósenta tryggingagjald.

Ef þú ert skráður í almannatryggingakerfi í öðru norrænu landi og hefur fengið útgefið eyðublaðið A1 frá Tryggingastofnun í heimalandi þínu, átt þú ekki að greiða tryggingargjald í Noregi.

Tryggingagjald vinnuveitenda

Vinnuveitandi þinn á að greiða tryggingagjald vinnuveitenda (arbeidsgiveravgift) til almannatrygginga af launum og annarri þóknun fyrir vinnu og verkefni sem unnin eru í eða utan starfsins. Í Noregi er skyldan að greiða tryggingagjald tengd skyldunni að tilkynna tekjur og aðra þóknun fyrir vinnu til skattyfirvalda.

Erlendur vinnuveitandi á að greiða norskt tryggingagjald af launum og þóknun fyrir vinnu sem unnin er í Noregi og á norsku landgrunni þegar þú ert skráður í norska almannatryggingakerfið. Þetta á við án tillits til þess hvort hinn erlendi vinnuveitandi er skattskyldur í Noregi vegna þess að hann stundar starfsemi í Noregi í gegnum fasta starfsstöð þar, og án tillits til þess hvort þú er skattskyldur í Noregi.

Ef þú ert skráður í almannatryggingakerfi í öðru norrænu landi og leggur fram eyðublaðið A1 frá Tryggingastofnun í heimalandi þínu, á vinnuveitandinn ekki að greiða norskt tryggingagjald.

Nánari upplýsingar um prósentuhlutfall vegna tryggingagjalds vinnuveitanda er að finna á skatteetaten.no/no/Tabeller-og-satser/Arbeidsgiveravgift/

Frádráttur vegna greidds tryggingagjalds

Þú getur ekki óskað eftir að fá frádrátt vegna tryggingagjalds sem þú þarft að greiða í öðru norrænu landi.