Býrð þú í Finnlandi og starfar í öðru norrænu landi fyrir opinberan aðila?

Þessar upplýsingar eru ætlaðar þér sem býrð í Finnlandi og starfar fyrir opinberan aðila í öðru norrænu landi og fjalla eingöngu um skattlagningu af launum fyrir slíkt starf.

Skilgreining á „opinber aðili":

Opinber aðili merkir í þessu sambandi að launagreiðandi þinn sé ríki, sýsla, sveitarfélag eða opinber stofnun eins og t.d. ríkisrekinn háskóli eða aðrar sambærilegar stjórnsýslustofnanir á Norðurlöndunum.  Aftur á móti falla laun frá hlutafélögum, fjármálastofnunum og öðrum atvinnurekstri í eigu ríkis, sýslna eða sveitarfélaga utan við þessa skilgreiningu. Upplýsingar um skattlagningu launa frá vinnuveitanda sem ekki er skilgreindur sem opinber aðili finnur þú í kaflanum „Býrð þú í Finnlandi og starfar í öðru norrænu landi fyrir einkaaðila?".

Opinber aðili í Finnlandi :

Ef þú starfar í öðru norrænu landi fyrir opinberan aðila í Finnlandi, skattleggjast launin eingöngu í Finnlandi.

Opinber aðili heimilisfastur í öðru norrænu landi:

Ef þú starfar í öðru norrænu landi fyrir opinberan aðila sem er heimilisfastur í því landi, þá eiga launin að skattleggjast þar. Þú verður að telja launin fram á skattframtali í Finnlandi og þau geta haft áhrif á skattlagningu annara tekna sem þú hugsanlega hefur í Finnlandi.

Sexmánaðareglan um skattfrelsi:

Ef þú starfar í öðru norrænu landi lengur en 6 mánuði, þannig að vinnulandið eignist skattlagningarréttinn af launum þínum (t.d. ef launagreiðandinn er frá vinnulandinu), getur Finnland hugsanlega heimilað notkun s.k. sexmánaðareglu á laun þín. Sé sú regla notuð, hafa launin frá vinnulandinu ekki áhrif á skattprósentuna af öðrum tekjum sem þú hefur í Finnlandi. Til þess að hægt sé að heimila regluna, mátt þú ekki hafa dvalið í Finnlandi í lengri tíma en samanlagt 6 daga í hverjum heilum vinnumánuði.

Sé hluti starfsins inntur af hendi í Finnlandi, eru laun fyrir þau störf einungis skattlögð í Finnlandi.

Skattlagning í Finnlandi:

Ef launagreiðandi þinn er opinber aðili, heimilisfastur í Finnlandi, ber honum að draga staðgreiðsluskatt af launum þínum. Launaupphæðin kemur fram á finnska forskráða framtalinu.

Sé launagreiðandinn frá öðru norrænu landi, Þú telur erlendar tekjur og skatta greidda erlendis fram á eyðublaði 16A eða á MyTax.

Iðgjald til sjúkratrygginga (ca. 2%) reiknast af launum sem aflað er í öðru norrænu landi, að því tilskildu að þú hafir haft með þér eyðublaðið A1 frá Finnlandi þegar þú hófst störf eða að þú sért að öðru leyti tryggður í Finnlandi.

 

Landamærareglan (Gränsgångarregeln)

Ef þú býrð í Finnlandi í sveitarfélagi sem liggur að landamærum Noregs eða Svíþjóðar og ferð yfir landamærin til vinnu, ert þú skilgreindur sem „gränsgångare" og fellur undir landamæraregluna. Hún kveður á um að þú eigir eingöngu að greiða skatt í Finnlandi. Skilyrði fyrir þessari reglu er að þú dveljir á heimili þínu í Finnlandi, minnst tvo daga í viku með einnar nætur dvöl.

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Ísland | Noregur | Svíþjóð