Býrð þú í Finnlandi og starfar í öðru norrænu landi sem listamaður eða íþróttamaður?

Þessar upplýsingar eru ætlaðar þér sem býrð í Finnlandi og starfar sem listamaður eða íþróttamaður í öðru norrænu landi og fjallar eingöngu um skattlagningu af launum fyrir slíkt starf.

Skattlagning í vinnulandinu:

Hin almenna regla er sú að starfir þú sem lista- eða íþróttamaður í öðru norrænu landi, greiðir þú skatt í vinnulandinu.

Skattlagning í Finnlandi:

Þú ert einnig skattskyldur af þessum tekjum í Finnlandi. Til að komast hjá tvísköttun, draga finnsk skattyfirvöld erlenda skattinn frá skatti sem reiknaður er á sömu tekjur í Finnlandi.

Þú telur erlendar tekjur og skatta greidda erlendis fram á eyðublaði 16A eða á MyTax.

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Ísland | Noregur | Svíþjóð