Býrð þú í Finnlandi og færð eftirlaun eða lífeyri frá einhverju hinna Norðurlandanna?

Þessar upplýsingar eru ætlaðar þér sem býrð í Finnland en færð lífeyrir frá öðru norrænu landi. Þær taka einungis til skattlagningar lífeyristeknanna.

Ef þú færð aðrar bætur frá almannatryggingum en eftirlaun frá öðru norrænu landi, sjá almannatryggingar.

Varst þú búsettur í Finnlandi og fékkst lífeyri 04.04.2008?

Lífeyrir sem greiddur er frá öðru Norðurlandi skattleggst í því ríki. Ef þú varst búsettur í Finnlandi 04.04.2008 og fékkst lífeyri frá öðru Norðurlandi heimilar Finnland svokallaða undanþáguaðferð varðandi lífeyrinn. Hún felur í sér að þó þú fáir jafnframt lífeyri frá Finnlandi þá er finnskri skattprósentu beitt á heildartekjur (þ.e. lífeyri erlendis frá og lífeyri frá Finnlandi). Skatturinn er síðan lækkaður hlutfallslega með tilliti til hlutfalls erlendra tekna í heildartekjum.

Býrðu í Finnlandi og hófst töku lífeyris eftir 04.04.2008?

Ef þú ert búsettur í Finnlandi og hófst lífeyristöku frá öðru Norðurlandi eftir 04.04.2008 þá skattleggst lífeyririnn í Finnlandi. Skatturinn sem þú greiddir í hinu ríkinu kemur til lækkunar skattinum í Finnlandi en þó aldrei hærri fjárhæð en sem nemur reiknuðum skatti í Finnlandi af lífeyrinum.

Gagnlegar upplýsingar

Í ársbyrjun muntu móttaka frá stofnuninni sem greiðir lífeyrissjóðinn yfirlýsingu um erlendar lífeyrissjóðstekjur. Þessi yfirlýsing er kölluð kontrolluppgift. Varðveittu þessar upplýsingar því þú þarft að nota þær í maí. Finnsk skattyfirvöld munu senda þér fyrirfram áritað framtalseyðublað og þú skalt fylla út allar nauðsynlegar upplýsingar í maí. Þú telur erlendar lífeyrissjóðstekjur og skatta greidda erlendis fram á eyðublaði 16A eða á MyTax. Verohallinto (Skatteförvaltningen) á staðnum mun endurreikna skattana og senda þér nýtt álagningarblað.

Við mælum með því að strax eftir flutning til Finnlands, eða fljótlega eftir að þú byrjar að fá lífeyri erlendis frá, að þú snúir þér til Verohallinto (Skatteförvaltningen) á staðnum og sækir um leiðrétt skattkort á staðnum og sækir um leiðrétt skattkort. Það tryggir að staðgreiðsla skatta sé í samræmi við þær tekjur sem þú hefur, bæði frá Finnlandi og erlendis frá, og kemur í veg fyrir að það myndist skuld eftir álagningu.

Greiðslur fyrir sjúkratryggingu

Ef þú færð greiddan lífeyri frá Finnlandi og einnig frá öðru landi þá ertu skyldugur til að greiða gjald til sjúkratrygginga (1,5%) sem reiknast af heildartekjum. Gjaldið má þó ekki vera hærra en sem nemur lífeyrisgreiðslum frá Finnlandi.

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Ísland | Noregur | Svíþjóð