Býrð þú í einu Norðurlandanna og færð eftirlaun eða lífeyri frá Finnlandi?

Þessar upplýsingar eru ætlaðar þér sem býrð í öðru Norðurlandi en færð greiddan lífeyri frá Finnlandi. Upplýsingarnar fjalla eingöngu um skattlagningu þessara lífeyristekna.

Skattgreiðsla til Finnlands

Ef einstaklingur fær lífeyri frá finnskum lífeyrissjóði, þá er lífeyririnn skattskyldur í Finnlandi jafnvel þótt viðkomandi búi utan Finnlands. Skatthlutfallið er það sama og hjá þeim sem heimilisfastir eru í Finnlandi. Ef greiðslur eru undir skattleysismörkum greiðist enginn skattur. Árlega, að vori til, muntu móttaka frá Finnlandi framtal með forskráðum upplýsingum um lífeyrisgreiðslur í Finnlandi. Þú átt ekki að færa þar upplýsingar um tekjur sem þú hefur aflað utan Finnlands.

Þegar þú fyllir út framtal í heimalandinu vinsamlega gerðu þá grein fyrir  tekjum þínum frá Finnlandi og skattgreiðslum af þeim.

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Ísland | Noregur | Svíþjóð