Býrð þú í einu hinna Norðurlandanna og átt fasteign í Finnlandi?
Finnsk skattlagning
Fasteignir eða íbúð í húseignarfélagi og leigutekjur af þeim í Finnlandi ber ávallt að telja fram til skatts í Finnlandi.
Í Finnlandi er ekki lagður skattur á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Ef fasteign eða íbúðarhúsnæði er leigt út er 30 eða 34 % skattur lagður á leigutekjurnar.
Í Finnlandi er fasteignaskattur greiddur til sveitarfélaga.
Við sölu eigna
Ef einstaklingur selur fasteign eða íbúðarhúsnæði í Finnlandi, þá skal viðkomandi greiða 30 eða 34 % skatt af söluhagnaði í Finnlandi.
Ef einstaklingur selur íbúðarhúsnæði sem hann hefur keypt handa sér og notað það fyrr sem fasta heimili fyrir sig eða fjölskyldu sína samfleytt að minnsta kosti í tvö ár, þá er viðkomandi undanþeginn skattgreiðslu af söluhagnaði í Finnlandi. Hagnaðurinn getur þó verið talinn sem skattskyldar tekjur í því ríki þar sem viðkomandi er búsettur.