Býrð þú í Finnlandi og vinnur í öðru norrænu landi sem verktaki?

Þessar upplýsingar eru ætlaðar þér sem ert búsettur í Finnlandi en ætlar að vinna í öðru norrænu landi sem verktaki. Upplýsingarnar taka einungis til skattlagningar slíkra tekna.

Tekjuskattur í Finnlandi

Þú átt að gera grein fyrir allri verktakastarfsemi þinni í finnska skattframtalinu. Þú átt einnig að greiða skatt í Finnlandi af tekjum sem koma af þeim hluta starfseminnar sem unnin er í öðru norrænu landi.

Þú gætir líka þurft að greiða skatt í hinu landinu vegna tekna af verktakastarfsemi sem fer fram þar. Hafir þú gert það, þarft þú að gefa upp erlenda skattinn á finnska framtalinu og óska eftir því að hann sé dreginn frá finnska skattinum.

Á einnig að leggja á skatt í vinnulandinu?

Ef þú ert með fasta starfsstöð í vinnulandinu, getur vinnulandið skattlagt þær tekjur sem þú aflar vegna verktakastarfsemi þinnar þar. Sá hluti tekna þinna sem kemur frá hinni föstu starfsstöð er skattlagður í vinnulandinu samkvæmt lögum þess lands. Ef þú ert með fasta starfsstöð í vinnulandinu átt þú að skila skattframtali þar.

Skilgreiningu af hugtakinu föst starfsstöð samkvæm tvísköttunarsamningnum finnur þú undir fyrirsögninni „almennar upplýsingar/Föst starfsstöð".

Ef þú ert t.d. læknir, endurskoðandi, verkfræðingur eða ráðgjafi (s.k. sjálfstætt starfandi), getur þú einnig orðið skattskyldur í vinnulandinu þegar þú hefur dvalið þar í meira en 183 daga á 12 mánaða tímabili. Þetta á við þó að þú sért ekki með fasta starfsstöð þar. Í slíku tilviki átt þú einnig að skila inn skattframtali í vinnulandinu.

Þú færð nánari upplýsingar um skattlagningu í vinnulandinu með því að smella á viðkomandi land neðst á þessari síðu.

Almannatryggingar

Það eru í gildi sérstakar reglur sem segja til um hvar þú átt að vera tryggður. Þú þarft að hafa samband við Tryggingastofnun í Finnlandi (Pensionsskyddscentralen PSC/ETK, etk.fi/en/ eða Tryggingastofnunina í því landi sem sem þú vinnur í til að fá nánari upplýsingar.

Virðisaukaskattur

Meginreglan er sú að virðisaukaskattur er greiddur í því landi þar sem varan er seld eða þjónustan innt af hendi. Sé varan seld eða þjónustan innt af hendi í Finnlandi greiðist virðisaukaskatturinn þar.

Þar sem sala almennt er skattlögð í neyslulandinu, verður seljandinn alltaf að fullvissa sig um skattskyldu sína hjá skattyfirvöldum í neyslulandinu. Til að fá nánari upplýsingar um virðisaukaskattsreglur í hinu landinu, smelltu á viðkomandi land neðst á þessari síðu.

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Ísland | Noregur | Svíþjóð