Býrð þú í öðru norrænu landi og ætlar að vinna sem verktaki í Finnlandi?

Þessar upplýsingar eru ætlaðar þér sem ert búsettur í öðru norrænu landi en ætlar að vinna í Finnlandi sem verktaki. Upplýsingarnar taka einungis til skattlagningar slíkra tekna.

Skráning í Finnlandi - kennitala eða FO-númer

Þegar þú kemur til Finnlands, hafðu þá samband við skattstofuna á þínu svæði. Þar færð þú leiðbeiningar um skattamál auk leiðbeininga um hvernig þú sækir um finnska kennitölu eða finnskt FO-númer.

Þú þarft einungis að skrá þig á launagreiðendaskrá hjá finnskum skattyfirvöldum ef þú greiðir einhverjum reglubundið laun í Finnlandi. Ef þú vinnur einn og ert ekki með neinn starfsmann á launum, þarft þú ekki að skrá þig.

Tekjuskattur í Finnlandi

Þú þarft að ná í skattkort eða staðgreiðslukort (källskattekort) hjá skattstofu í Finnlandi. Skattstofan athugar hvort Finnland eigi skattlagningarréttinn. Ef Finnland á ekki skattlagningarréttinn, getur þú óskað eftir svokölluðu „núllprósent-skattkorti" eða „núllprósent-staðgreiðslukorti" (fríkorti). Sýndu verkkaupanum kortið. Verkkaupanum ber alltaf skylda til að draga staðgreiðslu af laununum ef 0% korti er ekki framvísað. Verkkaupinn getur endurgreitt afdregna staðgreiðslu ef hann fær ekki kortið fyrr en eftir að staðgreiðsla hefur verið tekin.

Föst starfsstöð

Ef þú ert með fasta starfsstöð í Finnlandi, greiðir þú skatt í Finnlandi af þeim hluta teknanna sem aflað er þar. Ef þú dvelur í Finnlandi skemur en 6 mánuði er skattprósentan 35%. Dveljir þú lengur í Finnlandi er skatturinn þrepaskiptur, þ.a.e.s. fer eftir upphæð launanna.

Ef þú dvelur í Finnlandi lengur en 6 mánuði eða ef þú ert með fasta starfsstöð í Finnlandi átt þú að skila skattframtali í Finnlandi í apríl árið eftir tekjuárið. Þú færð framtalseyðublöð á næstu skattstofu.

Ekki föst starfsstöð

Þú færð núll-prósent skattkort (fríkort) ef það kemur fram að þú ert ekki með fasta starfsstöð  vegna verktakastarfsemi þinnar í Finnlandi og að þú ætlir ekki að dvelja í Finnlandi lengur en 183 daga á 12 mánaða tímabili.  Skilgreiningu á fastri starfsstöð er að finna í kaflanum Almennar upplýsingar.

Ef þú ert að vinna fyrir marga verkkaupa í Finnlandi, getur þú í stað 0% skattkorts látið skrá þig á „förskottsuppbördsregistret" í Finnlandi. Þá þarft þú ekki að fá 0% kort fyrir hvern og einn verkkaupa.

Tekjuskattur í búsetulandinu

Þú átt að skila skattframtali í búsetulandinu þar sem öll velta af starfsemi þinni kemur fram, jafnvel þó teknanna hafi verið aflað í Finnlandi.

Hafir þú greitt skatt í Finnlandi, þarft þú að geta þess í skattframtali í búsetulandinu að þú hafir greitt skatt í Finnlandi og óska eftir því að tekið verið tillit til þess við skattlagningu þar.

Almannatryggingar

Það eru í gildi sérstakar reglur sem segja til um hvar þú átt að vera tryggður. Þú þarft að hafa samband við tryggingastofnun í því landi sem þú býrð í eða Tryggingastofnun í Finnlandi (Pensionsskyddscentralen PSC/ETK, www.etk.fi) til að fá nánari upplýsingar.

Skyldur atvinnurekenda í Finnlandi

Ef þú ert með fasta starfsstöð í Finnlandi og greiðir reglubundið laun, gilda almennar reglur um skyldur atvinnurekenda í Finnlandi. Þú þarft að halda eftir staðgreiðslu af launum og greiða tryggingagjald. Skila þarf inn skilagreinum um bæði staðgreiðsluna og tryggingagjaldið mánaðarlega. Launamiða þarf að senda inn í janúar árið eftir tekjuárið. Þú átt að skrá þig á launagreiðendaskrá skattsins og þá færð þú einnig meiri upplýsingar um ýmsar skyldur og tímamörk.

Ef þú greiðir laun til starfsmanna sem dvelja lengur en 6 mánuði í Finnlandi, þarft þú að skila inn launamiðum (eyðublað nr. 7801r) óháð því hvort þú ert með fasta starfsstöð í landinu eða ekki.

Virðisaukaskattur

Þegar erlendur verktaki, þ.a.e.s. einstaklingur sem ekki hefur fasta starfsstöð, býr eða hefur fastan dvalarstað í Finnlandi, er með virðisaukaskattsskylda sölu af vöru eða þjónustu í Finnlandi á að greiða virðisaukaskatt. Hver á að greiða skattinn (þ.a.e.s. hver er skattskyldur) byggir á því hvaða vöru eða þjónustu um er að ræða og hver kaupir hana.

Þegar erlendur verktaki selur vöru í Finnlandi til viðskiptavinar sem er virðisaukaskattskyldur í Finnlandi gilda öfugar reglur, það er að segja þá er það kaupandinn sem er skattskyldur vegna kaupanna. Seljandinn getur þó sótt um að fara á virðisaukaskattsskrá og verða þar með skattskyldur af allri slíkri sölu.

Ef kaupandinn er ekki virðisaukaskattskyldur í Finnlandi (t.d. einkaaðili eða erlent fyrirtæki) verður seljandinn að vera á virðisaukaskattsskrá og greiða virðisaukaskatt í Finnlandi.

Venjulega er greiddur 22% virðisaukaskattur af sölu af vöru eða þjónustu, eða öðrum skattskyldum viðskiptum.

Þegar erlendur verktaki vinnur fyrir annan verktaka á fastri starfsstöð hans innanlands er þjónustan talin innt af hendi í Finnlandi. Í flestum tilvikum gilda þá öfugar reglur, það er að segja að þá er það kaupandinn sem þarf að greiða virðisaukaskatt af vinnunni.

 

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Ísland | Noregur | Svíþjóð