Býrð þú í Finnlandi og starfar um borð í flugvél í öðru norrænu landi?

Þessar upplýsingar eru ætlaðar þér sem býrð í Finnlandi og ætlar að vinna um borð í flugvél í eigu norræns flugfélags í öðru norrænu landi. Upplýsingarnar fjalla eingöngu um skattlagningu tekna af þeirri starfsemi.

 

Skattlagning í því landi sem þú ert með ráðningarsamning í

Launin eru undanþegin skattlagningu í því landi sem þú ert með ráðningarsamning í. Þetta á bæði við um innanlandsflug sem og flug á alþjóðaleiðum.

 

Skattlagning í Finnlandi

Tekjurnar eru skattskyldar í Finnlandi. Hafi þú fengið greidda dagpeninga vegna kostnaðar sem tengist vinnu þinni, gilda finnskar reglur um hve stór hluti dagpeningana er skattfrjáls.

 

Þú átt að telja fram launin og dagpeningana á finnska framtalinu. Hafi vinnuveitandi þinn ekki greitt þér dagpeninga, getur þú óskað eftir frádrætti vegna aukins framfærslukostnaðar samkvæmt finnskum reglum í framtalinu þínu.

 

Almannatryggingar

Það eru í gildi sérstakar reglur sem kveða á um hvar þú skulir vera tryggður. Þú þarft að hafa samband við Pensionsskyddscentralen (PSC/ETK, www.etk.fi) í Finnlandi eða sambærilega stofnun í því landi sem þú ert með ráðningarsamning í, til að fá nánari upplýsingar.

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Ísland | Noregur | Svíþjóð