Býrð þú í öðru norrænu landi og vinnur um borð í skipi sem er skráð í Finnlandi og sem siglir á alþjóðaleiðum?

Þessar upplýsingar eru ætlaðar þér sem býrð í öðru norrænu landi og vinnur um borð í skipi sem er skráð í Finnlandi og sem siglir á alþjóðaleiðum. Hér er eingöngu fjallað um skattlagningu af launum fyrir slíkt starf.

Alþjóðaleiðir

Með hugtakinu á alþjóðaleiðum er átt við alla skipaflutninga nema þegar skipið er eingöngu í siglingum milli staða í einu norrænu landi.

Skattlagning ­í Finnlandi

Þær tekjur sem þú aflar þér með vinnu um borð í finnsku skipi eru skattlagðar í Finnlandi.

Með finnsku skipi er einnig átt við skip sem skráð er í öðru landi ef skipið er í leigt út án áhafnar þ.e. svokölluðum „bareboat bases" af finnskri útgerð.

Að því tilskyldu að þú sért með takmarkaða skattskyldu í Finnlandi vegna launa þinna, greiðir þú 35% endanlegan tekjuskatt auk tryggingagjalds. Ekki er dregið af þér tryggingagjald ef þú framvísar vottorði frá Tryggingastofnun í heimalandi um að þú sért tryggður þar. Áður en vinnuveitandi reiknar skattinn af laununum má hann draga frá 510 Evrur á mánuði eða 17 Evrur á sólahring, að því tilskyldu að frádrátturinn hafi verið skráður á skattkortið sem þú færð frá finnskum skattyfirvöldum.

Þú þarft ekki að skila inn skattframtali í Finnlandi.

Einstaklingar með takmarkaða skattskyldu geta óskað eftir að atvinnutekjur séu skattlagðar með þrepaskiftum skatti í stað staðgreiðsluskatti. Sé þess óskað er sótt um það á eyðublaðinu VEROH 6148 sem hægt er að sækja á vefsíðunni www.skatt.fi eða á skattstofunni.

Þú finnur upplýsingar um skattlagningu tekna af vinnu um borð í skipi skráðu í Finnlandi, sem sinnir verkefnum á dönsku eða norsku landgrunni, undir fyrirsögninni „Býrð þú í öðru norrænu landi og vinnur á dönsku landgrunni?" eða „Býrð þú í öðru norrænu landi og vinnur á norsku landgrunni?".

Skattlagning í búsetulandinu

Tekjur af vinnu í flutningum á alþjóðaleiðum geta líka verið skattskyldar í búsetulandinu. Ef þú ert skattlagður bæði í Finnlandi og í búsetulandinu, er það búsetulandið sem koma á í veg fyrir tvísköttun. Þú skalt þessvegna alltaf gefa upp erlendar tekjur í skattframtali í búsetulandinu.

Almannatryggingar

Það eru í gildi sérstakar reglur sem segja til um hvar þú átt að vera tryggður. Þú þarft að hafa samband við Tryggingastofnun í því landi sem þú ert búsettur í eða Pensionsskyddscentralen í Finnlandi (PSC/ETK, etk.fi) til að fá nánari upplýsingar.

Veldu hitt landi hr:   Danmörk | Ísland | Noregur | Svíþjóð