Ótakmörkuð skattskylda

Ótakmörkuð skattskylda þýðir að einstaklingur er skyldur til að greiða tekjuskatt í Finnlandi af öllum tekjum sínum, hvar sem þeirra er aflað, og eignarskatt af öllum eignum sínum, hvar sem þær eru.

Skatthlutfall fer eftir fjárhæð tekna.

Tvísköttunarsamningar geta takmarkað rétt til skattlagningar í Finnlandi.

Hverjir bera ótakmarkaða skattskyldu?

Þeir einstaklingar eru sem eru heimilisfastir í Finnlandi bera þar ótakmarkaða skattskyldu. 

Einnig eru þeir einstaklingar almennt skattskyldir sem dvelja í Finnlandi lengur en sex mánuði, eins lengi og dvölin stendur, þar með talin eðlileg fjarvera utan Finnlands vegna orlofs og þess háttar.

Þegar finnskur einstaklingur hefur ekki lengur lögheimili í Finnlandi lýtur hann yfirleitt enn lögum um skattskyldu í Finnlandi flutningsárið og næstu þrjú ár á eftir.

Hvenær lýkur ótakmarkaðri skattskyldu?

Ótakmarkaðri skattskyldu erlends ríkisborgara lýkur þegar hann flytur frá Finnlandi.

Þegar finnskur einstaklingur flytur úr landi lýkur skattskyldu fyrst þegar þrjú ár eru liðin frá flutningsárinu. Skattskyldu er þó hægt að ljúka fyrr ef skattgreiðandi sýnir fram á að hann hafi ekki haft föst tengsl við Finnland. Forsendur fastra tengsla teljast m.a: að skattgreiðandi eigi fjölskyldu í Finnlandi, eigi íbúð eða fasteign, sé í starfi eða stundi atvinnurekstur í Finnlandi, eða tilheyri almannatryggingakerfi Finnlands.