Skattkort

Einstaklingur þarf skattkort ef hann starfar í Finnlandi og ef atvinnurekandi hans er finnskur.  Skattkort segir atvinnurekanda hversu hátt hlutfall af launum einstaklings halda skal eftir fyrir skattayfirvöld. Ef starfsmaður skilar ekki skattkorti til atvinnurekanda síns mun atvinnurekandinn halda eftir 60% af launum hans.

Hvernig fær einstaklingur skattkort

Einstaklingum sem eru heimilisfastir í Finnlandi geta sótt skattkort hos  MyTax-service eða í pósti . Þeim einstaklingum sem ekki eru með skráð lögheimili í Finnlandi ber að hafa samband við skattstofu vegna umsóknar um skattkort. Umsóknareyðublaðið er hægt að prenta út af þessari heimasíðu tax.fi/forms.

Þeir einstaklingar sem  koma til skemmri dvalar í skemmri tíma en sex mánuði í Finnlandi er úthlutað staðgreiðsluskattkort. Ef þú ert búsettur í landi innan EES svæðisins eða landi sem Finnland hefur gert tvísköttunarsamning við, getur þú óskað eftir því að tekjur þínar séu skattlagðar samkvæmt gildandi skattþrepum í stað þess að greiða staðgreiðsluskatt, þ.e. á sama hátt og hjá þeim aðilum sem dvelja í Finnlandi lengur en 6 mánuði. Við skattlagningu samkvæmt gildandi skattþrepum er skattprósentan ákveðin í samræmi við heildartekjur þínar og heimilaðan frádrátt á árinu. Til að fá skattlagningu samkvæmt gildandi skattþrepum þarft þú að sækja um skattkort vegna takmarkaðrar skattskyldu hjá skattstofunni.

Er atvinnurekandi þinn frá öðru landi en Finnlandi?

Ef einstaklingur starfar í Finnlandi og atvinnurekandi hans er ekki finnskur er mögulegt að atvinnurekandanum beri ekki skylda til þess að halda eftir skatti viðkomandi. Undir þessum kringumstæðum er best að hafa samband við skattstofu til að fá upplýsingar um skyldu þína til að standa regluleg skil á  staðgreiðslu skatta.  

Yfirfærsla á skattgreiðslum á milli norrænu landanna (aðstoðarsamningurinn)

Þegar þú stundar vinnu í öðru norrænu landi en þú ert búsettur, fyrir vinnuveitanda sem einnig er heimilisfastur í heimalandi þínu, skalt annað hvort þú eða vinnuveitandi þinn skila eyðublaðinu NT 1 eða NT 2 til Incomes Register (frá og með 1.1.2019) . Það er gert til að hægt sé að standa skil af staðgreiðslu í réttu landi. Nota skal eyðublaðið NT 1 þegar skattlagning á að eiga sér þar sem þú býrð, t.d. ef þú dvelur skemur en 183 daga í vinnuríkinu. Nota skal eyðublaðið NT 2 þegar skattlagningin skal eiga sér stað í vinnuríkinu, t.d. ef launagreiðandinn hefur fasta atvinnustöð í vinnuríkinu, eða í vissum tilvikum þegar þetta er spurning um útleigu á vinnuafli.

Lesa tulorekisteri.fi/english (Incomes Register).

Í vissum tilvikum geta skattyfirvöld yfirfært skattgreiðslur á milli landa samkvæmt aðstoðarsamningnum. Samningurinn felur í sér að ef í ljós kemur að skattur, sem haldið hefur verið eftir af launatekjum í einu norrænu ríki, á í raun að greiðast í öðru norrænu ríki, skal fyrrnefnda ríkið yfirfæra skattinn til þess ríkis. Millifærður skattur skal greiðast tímanlega þannig að þú þurfir ekki greiða kostnað og vexti af millifærðu skattgreiðslunum.

Í þeim tilvikum sem millifærði skatturinn nægir ekki fyrir skattgreiðslunum í hinu landinu þá þarft þú sjálfur að greiða mismuninn með tilheyrandi kostnaði og vöxtum af þeim hluta greiðslunnar.