Innheimtu- og skattseðill

Skattyfirvöld senda heim bráðabirgðaálagningaseðil ásamt fyrirfram útfylltu framtali

Skattstofa sendir skattskyldum einstaklingi álagningarseðil ásamt fyrirfram útfylltu framtali fyrir síðasta almanaksár, í apríl. Bráðabirgðaálagningarseðill er sendur með. Ef viðkomandi hefur athugasemdir  við framtalið, fær hann nýjan álagningaseðil um leið og skattstofan hefur fengið breytt framtal í sínar hendur. Ef engar athugasemdir eru gerðar er álagningin  endanleg og gildir álagningarseðillinn áfram.

Ef einstaklingurinn hefur flutt til Finnlands í lok tekjuárs, er honum ekki sent fyrirfram útfyllt framtal. Í því tilfelli er einstaklingnum skylt að útvega sér óútfyllt skattframtal og skila því í maí. Álagningaseðill er svo sendur heim til hans í síðasta lagi í nóvember sama ár og álagningu lýkur.

Inneignir eða skuldir vegna álagningar?

Á álagningarseðli er tilgreind endanleg álagning skatta: tekjur, frádráttaliðir og skattur. Á álagningarseðli kemur einnig fram ef staðgreiðslan hefur verið hærri en endanleg skattaálagning. Þegar þannig er háttað er sú inneign endurgreidd til skattgreiðanda. Ef staðgreiðslan hefur hins vegar verið of lág, skal standa skil á mismun.

Með álagningarseðlum fylgja einnig leiðbeiningar um hvernig hægt sé að kæra álagninguna.