Skattstigar

Skatthlutfall skattskylds einstaklings (sem búsettur er í Finnlandi):

Af fjármagnstekjum greiðist 30 % skattur til ríkisins, og af  fjármagnstekjum sem fara yfir 30 000 evrur er skattprósentan 34 %.

Af launatekjum er greitt útsvar til sveitarfélagsins (16-23 %), kirkjuskattur (1-2 %), stighækkandi skattur til ríkisins (sjá skattstigann hér að neðan) og sjúkratryggingagjald (0-2 %).

Eignarskattur var afnuminn í Finnlandi í ársbyrjun 2006.

 

Statens indkomstskatteskala år 2021

Udover statsskatten betales der sammenlagt ca. 18-26 % i kommunal - og kirkeskat samt sygeforsikringsafgift.

Skattepligtig indkomst, euro

Skat ved bundgrænsen, euro

Skat af den del, der overstiger bundgrænsen, %

18 600 - 27 900

8,00

6,00

27 900 - 45 900

566,00

17,25

45 900 - 80 500

3 671,00

21,25

80 500 -

11 023,50

31,25

 

 

Skattstigi vegna tekjuskatts til ríkisins árið 2020

(Auk tekjuskatts til ríkisins er greitt samanlagt ca. 18-26 % í útsvar, kirkjuskatt og sjúkratrygging.)

Skattskyldar launatekjur,
evrur

Skattur við lægra þrep,
evrur

Skattur á tekjur umfram lægra þrepið
%

18 100 - 27 200

8,00

6,00

27 200 - 44 800

 554,00

17,25

44 800 - 78 500

3 590,00

21,25

78 500 -

10 751,25

31,25

 

Einstaklingar greiða 5,85 prósent í viðbótarskatt  af þeim lífeyrir sem skattlagður er sem tekjur, að því marki sem lífeyristekjurnar eftir lífeyristekjufrádráttinn við skattlagningu tekjuskatts til ríkisins fer yfir 47 000 evrur.

Skatthlutfall einstaklinga sem eru með takmarkaða skattskyldu (erlendis búsettir):

Af fjármagnstekjum greiðist 30 % skattur til ríkisins, og af  fjármagnstekjum sem fara yfir 30 000 evrur er skattprósentan 34%. Staðgreiðsluhlutfall skatta á fjármagnstekjur er þó í aðalega 30%.

Tekjuskattur til ríksins af launatekjum er 35% (en 15% á þóknun til íþróttamanna og listamanna sem koma fram). Áður en 35% skatturinn er reiknaður, má draga frá fjárhæð sem nemur 17 evrum á dag. Ef sá sem er með takmarkaða skattskyldu er sjúkratryggður í Finnlandi, á hann að jafnaði að greiða sjúkratryggingargjald (0-2%) af launatekjunum.

Einstaklingar með takmarkaða skattskyldu geta óskað eftir að atvinnutekjur séu skattlagðar með þrepaskiftum skatti í stað staðgreiðsluskatti. Sé þess óskað er sótt um það á eyðublaðinu VEROH 6148 sem hægt er að sækja á vefsíðunni tax.fi/forms eða á skattstofunni.

Greiða skal fasteignaskatt vegna fasteigna í Finnlandi til sveitarfélagsins þar sem fasteignin er staðsett. Ekki skiptir máli í því sambandi hvort  eigandi fasteignarinnar er með ótakmarkaða eða takmarkaða skattskyldu í Finnlandi.