Tryggingagjald

Innan Evrópusambandsins eru í gildi sameiginlegar reglur varðandi almannatryggingar sem skera úr um í hvaða landi þú ert tryggður. Til að fá nánari upplýsingar um þetta þarft þú að hafa samband við etk.fi (Pensionsskyddscentralen).

Skylda að greiða tryggingagjald

Almannatryggingar á Norðurlöndunum eru fjármagnaðar á ólíkan hátt. Hvaða gjöld þarf að greiða, fjárhæðir og grundvöllur útreikninga er mismunandi á milli landanna.
Ef þú ert skráður í almannatryggingar í Finnlandi, greiðist tryggingagjald í Finnlandi samkvæmt finnskum reglum.

Greiðslur til almannatrygginga í Finnlandi eru:

  • sjúkratryggingagjöld launþega (ca 2%), hvíla á launþega og eru reiknuð út frá skattskyldum launatekjum hans til sveitarfélagsins*
  • lögboðin lífeyrisiðgjöld greiðast að hluta til af launagreiðanda sem heldur eftir hluta launþega af þessum gjöldum
  • atvinnuleysistryggingagjöld, sem hvíla að hluta til á launagreiðanda og að hluta til á launþega
  • slysatryggingagjöld og hóplíftryggingagjöld - greidd af launagreiðanda
  • framlag launagreiðanda til almannatrygginga - greidd af launagreiðanda

*Í Finnlandi þarf einstaklingur sem tilheyrir almannatryggingakerfi landsins stundum að greiða sjúkratryggingagjöld þó hann greiði ekki skatt af tekjum sínum í Finnlandi. Einstaklingur með takmarkaða skattskyldu (búsettur erlendis) þarf yfirleitt að greiða sjúkratryggingagjöld af tekjum sínum til Finnlands.

Lesa vero.fi (Social insurance contributions).

Ekki er greitt sjúkratryggingagjald fyrir einstakling sem kemur til Finnlands með vottorðið A1

Frádráttur vegna tryggingagjalds

Ef þú ert skráður í almannatryggingar í Svíþjóð eða Noregi greiðir þú skyldubundið tryggingagjald þar. Ef launatekjurnar eiga að skattleggjast í Finnlandi, átt þú rétt á frádrætti í skattframtalinu vegna þess skyldubundna tryggingagjalds sem þú hefur greitt í Svíþjóð eða Noregi.

Skattgreiðandi á rétt á að draga frá nettólaunatekjum sínum skyldutryggingar eins og lögbundið lífeyrissjóðsiðngjald, atvinnuleysistryggingagjald og dagpeningaiðngjald sjúkratrygginga. Einnig eru iðngjöld sem greidd eru til erlendra aðila frádráttarbær í álagningu séu þau sambærileg við finnsk iðngjöld.