Þjóðskrá

Þegar þú flytur til Svíþjóðar

Ef þú ætlar þér að búa í Svíþjóð lengur en eitt ár, þarft þú að tilkynna flutning til Svíþjóðar. Ef þú tilkynnir um flutninginn innan viku frá flutningsdegi, verður þú skráður frá og með flutningsdeginum. Ef þú tilkynnir flutning seinna en viku eftir flutningsdag verður þú skráður frá og með þeim degi er tilkynning um flutning barst skattyfirvöldum.

Þú tilkynnir um flutning til Svíþjóðar með því að heimsækja eina af þjónustuskrifstofum skattsins. Þetta gildir einnig fyrir sænska ríkisborgara sem flytja tilbaka til Svíþjóðar. Þegar þú kemur á þjónustuskrifstofuna eiga allir fjölskyldumeðlimir sem flytja með þér til Svíþjóðar að koma með, einnig börn. Hvaða gögn þú þarft að hafa með þér byggir á því í hvaða landi þú hefur ríkisborgararétt í.

Ætlir þú að dvelja í Svíþjóð í styttri tíma en eitt ár, eða dagpendla til Svíþjóðar, átt þú ekki að tilkynna flutning til Svíþjóðar. Ef forsendur breytast seinna, eða ef dvölin í Svíþjóð verður lengri en eitt ár, átt þú að tilkynna það til skattyfirvalda þannig að þú verðir skráður í sænsku þjóðskránna.

Þegar þú verður skráður í sænsku þjóðskránna, færð þú úthlutað kennitölu, annars getur þú fengið úthlutaðri svokallaðri kerfiskennitölu (samordningsnummer), sjá hér að neðan.

Nánari upplýsingar um þjóðskrá finnur þú á Skatteverket.

Þegar þú flytur til annars norræns lands

Ef þú flytur frá Svíþjóð til annars norræns lands, átt þú eingöngu að tilkynna flutninginn í því landi sem þú flytur til.

Kennitala

Allir sem verða skráðir sem búsettir og með lögheimili í Svíþjóð, fá úthlutað sænskri kennitölu. Kennitalan samanstendur af tíu tölustöfum þar sem sex fyrstu tölurnar veita upplýsingar um fæðingarár, mánuð og dag (ÅÅMMDD.

Ef þú hefur einu sinni fengið úthlutað kennitölu, þá heldur þú henni allt lífið og átt að nota hana í framtíðinni í samskiptum þínum við sænsk stjórnvöld.

Kerfiskennitala (Samordningsnummer)

Ef þú átt ekki að vera skráður sem búsettur í Svíþjóð, en ætlar að vinna í Svíþjóð eða fá lífeyrir frá sænskum greiðanda, þarft þú að fá kerfiskennitölu.

Kerfiskennitala samanstendur, eins og kennitala, af tíu tölustöfum. Fyrstu sex tölurnar upplýsingarnar um fæðingarár, mánuð og dag, en þar er tölunni 60 er bætt við sjálfan fæðingardaginn. Kerfiskennitalan er varanleg og einstök.

Þú getur ekki sjálfur sótt um að fá úthlutað kerfiskennitölu, heldur er hún útbúin hjá þjóðskrá að beiðni skattstofu þegar þú eða vinnuveitandi /greiðandi lífeyris hefur sótt um SINK (sérstakan tekjuskatt fyrir erlendis búsetta) til skattyfirvalda.

Þegar þú sækir um SINK þarft þú að senda með umsókninni viðurkennd persónuskilríki sem sína hver þú ert. Ef þú átt þegar sænska kennitölu eða kerfiskennitölu upplýsir þú um hana í umsókn þinni og þarft þá ekki að láta persónuskilríki fylgja umsókninni þar sem upplýsingar um þig liggja fyrir.

Ef þú hefur fengið úthlutaðri kerfiskennitölu og það sýnir sig seinna að þú átt að vera skráður í Svíþjóð, færð þú úthlutaðri kennitölu af þjóðskrá.