Tryggingagjald

Hvar ert þú tryggður?

Innan Evrópusambandsins eru í gildi sameiginlegar reglur varðandi almannatryggingar sem skera úr um í hvaða landi þú ert tryggður. Til að fá nánari upplýsingar um þetta þarft þú að hafa samband við Försäkringskassan.

Skylda að greiða tryggingagjald

Almannatryggingar á Norðurlöndunum eru fjármagnaðar á ólíkan hátt. Hvaða gjöld þarf að greiða, fjárhæðir og grundvöllur útreikninga er mismunandi á milli landanna.Ef þú ert skráður í almannatryggingar í Svíþjóð, greiðist tryggingagjald í Svíþjóð samkvæmt sænskum reglum.

Tryggingagjald (arbetsgivaravgift)

Vinnuveitandi sem hefur greitt starfsmönnum laun greiðir tryggingagjald og er það hlutfall af greiddum launum og hlunnindum.

Sænskt tryggingagjald samanstendur af eftirfarandi gjöldum: ellilífeyrisgjaldi, makalífeyrisgjaldi, sjúkratryggingagjaldi, foreldratryggingargjaldi, vinnuslysagjaldi, vinnumarkaðsgjaldi og almennu launagjaldi. Tryggingagjaldið nemur á árinu 2021 31,42% af launaupphæðinni (2020: 31,42%). Erlendur vinnuveitandi án fastrar starfsstöðvar í Svíþjóð greiðir ekki almennt launagjald og gjöld hans nema því 19,8 % (2020: 19,8 %).

Tryggingagjald er 10,21% af greiðslum til fólks sem fætt er á árunum 1938 – 1955 en ekkert er greitt vegan fólks sem fætt er 1937 og fyrr.

Ef þú vinnur í Svíþjóð fyrir erlendan vinnuveitenda, sem ekki er með fasta starfsstöð í Svíþjóð, getur þú og vinnuveitandinn komið ykkur saman um að þú greiðir tryggingagjöldin.

Ef þú ert almannatryggður í öðru landi greiðir vinnuveitandi þinn ekkert tryggingagjald í Svíþjóð.

Eigin iðgjöld

Ef þú ert með eigin rekstur, í eigin nafni eða sem sameignarfélag, verður þú að borga tryggingagjald í formi eigin iðgjalds. Gjaldið miðast við nettótekjur, þ.e. hagnaðinn af rekstrinum. Ef reksturinn er í formi hlutafélags greiðir félagið tryggingagjald af launum þínum á sama hátt og annarra starfsmanna.

Þeir sem hafa með höndum sjálfstæðan atvinnurekstur bera sömu launatengdu iðgjöldin og launþegar sem fjallað er um hér að ofan,  en þau eru samtals 28,97% árið (árið 2020: 28,97%). Einstaklingar sem fæddir eru 1938 – 1955 greiða eigin framlög upp á 10,21 prósent og einstaklingar fæddir 1937 er ekkert tryggingagjald greitt.

Ef þú ert almannatryggður í öðru landi greiðir þú engin eigin iðgjöld.

Frádráttur vegna tryggingagjalds

Ef þú ert skráður í almannatryggingum í Noregi eða Finnlandi, greiðir þú lögboðið tryggingagjald þar. Ef launatekjurnar eiga að skattleggjast í Svíþjóð átt þú rétt á frádrætti í sænska skattframtalinu vegna þess tryggingagjalds sem þú greiddir í Noregi eða Finnlandi