Danmörk
Ísland
Noregur
Finnland
Svíþjóð
Valmynd

Föst starfsstöð

Hugtakið föst starfsstöð er skilgreint í Norræna tvísköttunarsamningnum. Þar segir að með fastri starfsstöð sé átt við ákveðin stað þar sem starfsemi fyrirtækis fer fram að nokkru eða öllu leyti. Hugtakið föst starfsstöð tekur til :

Byggingar-, mannvirkja-, samsetningar- eða uppsetningarframkvæmd eða starfsemi, sem felur í sér skipulagningu, eftirlit, ráðgjöf eða aðra aðstoð eða framlag starfsliðs í sambandi við slíka framkvæmd, telst einnig föst starfsstöð svo fremi sem starfsemin varir lengur en 12 mánuði á sama stað.

Það telst einnig til fastrar starfsstöðvar ef aðili í öðru norrænu landi kemur fram fyrir hönd fyrirtækisins með umboð sem notað er reglubundið til samningsgerða sem eru bindandi fyrir fyrirtæki þitt, s.k. fastur umboðsmaður.

Fyrirtæki fær ekki fasta starfsstöð bara vegna þess að það er með starfsemi í öðru norrænu landi í gegnum miðlara, umboðsmann eða annan óháðan milligöngumann þegar þessir aðilar koma fram innan ramma fastrar starfsemi sinnar.

Útleiga á vinnuafli

Hugtakið útleiga á vinnuafli er skilgreint í Norræna tvísköttunarsamningnum. Þar segir að launþegi sé skilgreindum sem útleigður þegar honum af einhverjum (útleigjanda) er ráðstafað til að framkvæma vinnu í starsemi einhvers annars (verkefnisveitanda) í öðru samningsríki, svo framarlega sem verkefnisveitandinn er með heimilisfesti eða hefur fasta starfsstöð í síðarnefnda ríkinu og útleigjandinn er ekki ábyrgur fyrir né ber áhættu af árangri vinnunnar.

Við ákvörðun á því hvort launþeginn telst leigður út skal framkvæmt heildarmat þar sem sérstaklega skal tekið tillit til þess að hve miklu leyti

  1. verkstjórnin í heild hvílir á verkefnisveitandanum
  2. vinnan er framkvæmd á vinnustað sem vekefnisveitandinn hefur til umráða og ber ábyrgð á
  3. greiðslan til útleigjandans er miðuð við þann tíma sem nýttur er eða með tilliti til annars samhengis milli greiðslunnar og þeirra launa sem launþeginn fær
  4. meginhluti vinnutækja og efnis er til ráðstöfunar af hálfu verkefnisveitanda, og
  5. útleigjandinn ákvarðar ekki einhliða fjölda launþega og hæfniskröfur til þeirra
Valmynd
 
Logo